Mjölnir - 01.01.1903, Blaðsíða 11

Mjölnir - 01.01.1903, Blaðsíða 11
9 mikið sagt., þótt þeir sjeu nefndir blátt áfram synir djöfulsins. F.n hverjir eru þeir? Það eru mennirnir, eða rjettara sagt þrælmennin, sem sitja um að koma áfengi ofan í gamla drykkjumenn, sem eru að reyna að bæta ráð sitt. Það ber opt við, já nærri því æfinlega, þegár fer að bera á því að einhver drykkfeldur maður ætiar að hætta að drekka og verða bindindismaður, að þá fara nokkrir náungar á kreik, fara heim til hans eða sitja fyrir honum á föruum vegi og bjóða honum að súpa á eða biðja hann að skreppa með sjerinná „hótellið." Þeirfirtast ekki, þótt hann af- segi það fyrst í stað, en vorða þá enn stimamjúkari og nærgöngulli. Ýmist storka þeir honum með því, hvað hann sje allt i einu orðinn siðavandur og var- færinn, einhvern tíma hafl hann ekki vílað fyrir sjer að tæma eitt staup með góðum fjelaga, eða þeir gjöra sjer upp vinarróm og spyija, hvort hann geti þá ekki þegið kaffibolla og „komið í einn hring“ á hótellinu. Þannig halda þeir áfram ýmist með gletni eða fagurgala þangað til þeir koma honum að brenpj-

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/490

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.