Mjölnir - 01.01.1903, Blaðsíða 17

Mjölnir - 01.01.1903, Blaðsíða 17
16 hann skryppi einstöku sinnum inn á „hótellið,“ með einhverjum góftkunningja sínum, og fengi sjer þar einn ,saklausan bjór.“ Eða þó hann Pjetur eða hann Páll byðu honum inn með sjer upp á „trakteringu á hótellinu/ Já, skárri hefði það nú verið ókurteysin að þiggja það ekkil Reyndar voru bindindismennirnir alltaf að prjedika um það, að bezt væri að sneiða hjá víni og veitingahúsum; en til hvers átti maður að ljá eyrun þess háttar rugli? Það var svo sem auövitaö, að þeir voru ekki eptirbreytnisverðir garmarnir á svinastíunni, en eins og hann yrði nokkurn tima iíkur þeim! Hann sem var svo laglegur og snyrtimannlegur; já, hann vissi að stúikunum þótt.i það, og þá ekki sízt henni. Þau höfðu sjezt. og verið saman á dansleikjum, og menn voru að stinga saman nefjum um að það fjelli ann- ars nógu vel á með þeim. Það kom þvi engum á óvart, þegar Itlpðin sögðu frá trúlofun þeirra. „Það er snoturt par,“ sögðu sumir. „Já, en það væri betra fyrir hann að fækka „hótell“-fei'ðunum sínurn," sögðu aðrir.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/490

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.