Mjölnir - 01.01.1903, Blaðsíða 27

Mjölnir - 01.01.1903, Blaðsíða 27
25 Fátækir sjómenn fara erfiðar og hættulegar sjó- ferðir, — en vinnulaun margra þeirra lenda hjá vínsölum, þótt kona og börn sitji svöng og klæðlítii heima. Þeir leggja lífið í hœttu á sjónum til þess að geta glatað því á knœpunni. Bylgjan skolaði ötulum en óviðbúnum sjómanni út, en drottinn ljet aðra bylgju skola honum inn aptur. Þá sendi satan þriðju bylgjuna, sem skolaði honum inn á svínastíu. Sumir bændur þykjast ekki geta farið kaupstaðai'- ferðir „kútlausir." Þeir „herja út“ á hann, þótt skuidareikningurinn sje allstór, og baggarnir týnist af hestunum á heimleiðinni. Sumum finnst alveg nauðsynlegt að fara á „túr“ í rjettunum, „kjaftshöggva" þar hvern annan íbróðerni, og stundum bíta þeir eyru eða nef hver af öðrum. Voðalcgar tölur. Samkvæmt nýjum skýrslum verður Bakkus ár- lega 40 þúsundum manna að bana, á Stórbretlandi

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/490

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.