Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1927, Blaðsíða 3

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1927, Blaðsíða 3
MÁNAÐARBLAÐ KFUM R E Y K J AV í K Jan. 1927 Nýjárskveðja. Náðin Drottins vors og frelsara, Jesú Krists, með sínnm endurfæðandi, uppálandi og styrkjandi krapti á þessu nýja ári, árinu 1927, sje yfir yður öllum, sem þetta lesið eða sjáið, og varðveiti yður alla í kærleika Guðs Föður og samfjelagi Heilags Anda, og styrki yður til hverskonar góðra verka í heilögu hugarfari og líferni. Látum oss öll, sem erum í kristilegum fje- lagsskap ungra manna eða kvenna, minnast náðar Guðs við oss á undanförnum árum, látum oss setja oss fyrir sjónir langlyndi hans og þolinmæði, sem kemur því greini- legar í ljós, því betur sem vjer íhugum marg- víslega ótrúmennsku vora, hálfvelgju og hirðuleysi í voru eigin trúarlífi, og í starfinu innanfjelags og út á við. En látum oss muna að Guð ætlast til að þetta umburðarlyndi og langlyndi leiði oss til iðrunar. (Sjá Rómv. 2, 4—5). Látum oss hlífðarlaust rannsaka hvort vjer, allir án undantekningar, höfum ekki marg- falt tilefni til að iðrast þess, hve mikið vjer höfum gefið heiminum í samanburði við það sem vjer höfum geflð vorum einasta lávarði og Drottni Jesú Kristi af þjónustu í því fje- lagsmálefni, sem hann fól oss á hendi, sem hann nú í 28 ár hefur varðveitt og verndað þrátt fyrir alla vora galla og yfirsjónir. — Og er vjer svo i einlægri iðrun liver fyrir sig alvarlega og afdráttarlaust höfum játað fyrir honum syndir vorar og beðið um fyrir- gefningu hans, þá kappkostum á þessu nýja ári að bera iðruninni samboðna ávexti: hlýðni, fórnfýsi, sjálfsafneitun og þjónustu. Látum oss hver um sig líta mest ,á vora eigin galla, og angrast af þeim, og svo á kosti og þjónustn hinna annara, og þakka Guði fyrir það. Hver starfsgrein af hverri tegund sem er íhugi fyrir augliti hins alltsjáanda, hvort hún hafi reynst trú þessu málefni Drottins, finni menn þeirrar starfsgreinar að þeim bafl verið meira umhugað um starfsgrein sína, heldur en aðalheildina, og viljað heldur hlynna að sínu sjerstarfi en að styðja með því aðalmálefnið, þá gjaldi þeir varh.uga við að dómur Drottins láti ekki hinar einstöku greinar visna og að engu verða og komi svo vanblessun yfir þá sem vanrækslunni valda. Látum nú hugi allra sameinast um þetta að efla dýrð Drottins i öllu starfinu leynt og ljóst, og þarnæst að strengja allar taugar i bæn og fórnfýsi að nálgast megi sá tími er vjer getum farið að reisa vort nýja hús. — Og svo felum vjer þríeinum Guði, Föður, Syni og Heilögum Anda allt vort framtíðar- ráð og biðjum um blessunarrikt ár í hans nafni. — Þannig veri það. „Að öðru leyti, bræður, verið glaðir. Ver- ið fullkomnir, áminnið hver annan, verið samhuga, verið friðsamir. Þá mun Guð kær- leikans og friðarins vera með yður. (2. Kor. 13? 14). ! 1 1 8 73 7'

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.