Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1927, Blaðsíða 5

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1927, Blaðsíða 5
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 3 > ekki verið til. En jeg trúi því að þeir menn, sem jeg hef kynnst, hafi verið og sjeu virki- lega til, en með sama rjetti trúi jeg því og er viss um það að Jesús Kristur er Guð minn og frelsari, að hann er lifandi stað- reynd og virkileiki, þótt allur heimur hætti að trúa á hann. En það kemur aldrei sá tími í lífi mannkynsins að allir hætti að trúa á, því allt af mun verða til, jafnvel í hinu út- breiddasta fráfalli, þeir menn sem ómögulegt er að láta ganga af trúnni, af því þeir hafa sjálfir reynt að hann er frelsari heimsins og freisari þeirra. Og jafnvel þótt ein- hverjir af þessum lærisveinum gætu orð- ið kúgaðir til þess að afneita honum, t. d. af hræðslu við pyntingar, þá væruþeir sarnt jafnvissir um virkileika hans eptir sem áður, því fyrir sjálfum sjer yrðu þeir að viðurkenna staðreynd sína. Með pynting- um mætti jafnvel fá einhverja til þess að játa að sólin væri ísköld, en samt vissu þeir að hún væri heit. — Þegar jeg var í skóla var mjer kennt bæðí af kennara mínum, sem jeg hafði mikla tiltrú til, og í bókura, sem jeg trúði, að til væri ósýnilegt afl, sem breyta mætti i ljós og hita. Jeg trúði þessu án þess að skilja kraptinn sjálfan. Hefði einhver, sem þóttist vera lærður, komið til mín og sagt: Það er áreiðanlegt að þetta með rafmagnið er vit- leysa, þá hefði ef til vill verið hægt að koma mjer á þá trú; en í fyrsta sinn er jeg drap fingri mínum á kveikjarann og stofan fylltist með ljósi, og í fyrsta sinn er jeg sat við rafurmagsofn og fann hitann streyma til mín, þá varð rafurmagnið virkileg staðreynd og nú væri ómögulegt að sannfæra mig um það að þetta afl sje ekki til og hafi þessar verk- anir; því nú veit jeg það; þar er staðreynd fyrir, en kraptinn sjálfan skil jeg jafnlítið og áður, Þannig er með Jesúm Krist; meðan trúin aðeíns grundvallast á bókum og kennslu manna, þá má hagga henni, jafnvel með fá- tæklegum og stundum nauða ómerkilegum röksemdum, en þegar trúin hefur fengið staðfestingu við persónulega reynslu, þá stað- festist um leið það sem menn hafa kennt og bók borið fram. Þegar Jesús 6r orðinn per- sónuleg staðreynd, einhverjum manni, þá hlýtur hann að fá þar með fulla tiltrú til biblíunnnar og kirkjunnar, sem kenndi það sem hann nú hefur reynt. — Þá veit sá maður að fagnaðarerindi biblíunnar og kirkj- unnar er kraptur guðs til sáluhjálpar sjer- hverjum sem trúir. Um mörg atriði getui trúaða menn greint á viðvíkjandi skilningi á þeim, enn um Jesúm Krist sem guð sinn og frelsara ber þeim öllum saman, í hvaða kirkjudeild eða, sjertrúarflokki, sem þeir eru. Og þeir, sem trúa þannig á Jesúm Krist af sjálfsreynd, þeir elska hann, þeir geta ekki annað, þótt þeir elski hann allt og lítið. Ársæll Gunnarsson. Enn höfum vjer misst einn af fjelagsbræðr- um vorum, og starfsmönnum, Ársæl kaup- mann Gunnarsson. Sem unglingspiltur var hann meðlimur unglingadeildarinnar og um tíma var hann meðstarfandi í Urvalinu fyrir Y-D og einn með hinum fyrstu meðlimum í „Valu, fótboltafjelagi voru. Hann var mjög kappsamur að hverju sem hann gekk og vann þá hylli margra fjelaga sinna. Hann var með í stofnun Væringjasveitarinnar og varð strax einn af foringjum hennar; hjelt hann því starfi áfram einnig eptir að hún varð að breytast í skátasveit. Meðan hann dvaldi í Danmörk kynnti hann sjer skáta- starfið þar, og var því sjálfkjörinn leiðtogi starfsins þegar heim var komið. Stundaði hann það af miklum áhuga og trúfesti allt til dauðadags. Dauði hans kom fljótt og óvænt, og vakti lijá vinum sínum sáran trega og söknuð margra drengja og pilta, sem áttu hann að óeigingjörnum og tryggum vini. Hann unni

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.