Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1927, Blaðsíða 9

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1927, Blaðsíða 9
1 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. urn“, sagði hann við Dawson, „sem hefur átt svona góðan afa?“ Það kom einkennilegur svipur á Dawson eitt augnablik. Hún hafði ekki neitt sjerlega gott álit á jarlinum. Hún hafði ekki verið har í höllinni marga daga, en nógu marga samt til þess, að hafa heyrt umtalið um eig- inleika gamla mannsins á viðræðunum í þjónustufólks stofunni. ,,Af öllum ruddalegum, skapvondum, fantalegum aðalsmönnum, sem jeg hef ver- ið svo óheppinn að vera í þjónustu hjá, er hann sá langversti“, hafði einn af þjónunum sagt. Það var herbergisþjónninn Tómas og hann hafði líka sagt frá því í hennar áheyrn, sem jarlinn hafði sagt við hr. Havisham, þegar þeir voru að tala um ferðina til New- York og allan viðbúnaðinn. „Látum hann hafa allt, sem hann vill; bezt að fylla herbergin hans með leikföng- um, og barnagullum; þá er engin hætta á að hann gleymi ekki móður sinni fljótlega eða hætti að kæra sig um hana. Það verður víst enginn vandi fyrir okkur; það er drengja eðli“. En jarlinn var nú samt ekki lengi að reka sig úr skugga um það, að þetta var að minnsta kosti ekki eðli þessa sjerstaka drengs. Hann komst fljótt að því fyrsta daginn, sem þeir voru saman. Jarlinn hafði verið mjög slæmur af gigt- inni nóttina eptir að Sedrik kom og var því allan morguninn í svefnherbergi sínu. En um hádegi eptir morgunverð, sendi hann boð eptir sonarsyni sínum. Fauntleroy ljet ekki á sjer standa. Iiann kom niður hinn breiða stiga í hendingskasti. Jarlinn heyrði hið ljetta hlaup hans eptir forsalnum, og svo opnuðust dymar og inn kom Sedrik með rjóða vanga og lýsandi augu. „Jeg var að bíða eptir því að þú sendir eptir mjer“, sagði hann. Jeg var tilbúinn fyrir löngu síðan; jeg er þjer svo þakklátur fyrir alla þessa hluti! Jeg hef verið' að leika mjer að þeim í allan morgun“. „Jæja“, sagði jarlinn, „þjer þykir þá gaman að þeim?“ „Gaman! -— Já, jeg held nú það ; jeg get ekki sagt hve vænt mjer þykir um þá“, sagði Fauntleroy og andlit hans ljómaði af gleði. „Það er nú tildæmis eitt, sem er ætlað til að leika e y j aknattleik; það er að segja, það er leikið á borði og mennimir eru svart- ir og hvítir trjámenn. Jeg reyndi að kenna Dawson það; en hún gat ekki skilið það í fyrstu. Þú sjerð, hún hefur aldrei verið í eyj aknattleik af því að hún er kvenmaður. Það getur líka verið, að jeg hafi ekki verið nógu góður að útskýra það. En þú kannt það víst, er það ekki?“ „Jeg er hræddur um að jeg kunni það ekki“, sagði jarlinn; „það er amerískur leik- ur, er það ekki? Það er víst líkt krikketi ?“ „Jeg hef aldrei sjeð það“, sagði Faunt- leroy; „en hr. Hobbs fór nokkrum sinnum með mjer að horfa á eyjaknattleik. Það er indæll leikur; það kemur svo mikill æsing- ur í mann. Þætti þjer gaman að jeg sýndi þjer það. Það mundi ef til vill skemmta þjer, svo að þú gleymdir fætinum á þjer. Hefur þú mikinn verk í fætinum í dag?“ „Já, meiri en mjer gott þykir“, sagði jarl- inn. „Þá mundir þú ef til vill ekki gleyma hon- um“, sagði Sedrik með kvíðasvip. „Þjei kynni líka að leiðast að láta útskýra leikinn fyrir þjer.Heldurðu að það mundi vera þjer til skemmtunar, eða heldurðu að þjer mundi leiðast það?“ „Farðu og sæktu það“, sagði jarlinn. Það var vissulega alveg spáný dægrastytt- ing þetta, að gjörast leikfjelagi dreng- hnokka, sem bauðst til að kenna honum knattleik á leikborði; en hann hafði nú ein- hvern veginn gaman að því samt. Það var vottur af brosi í munnvikum jarlsins, þegar Sedrik kom aptur með öskjuniar, sem tafl- ið var í, undir hendinni og áhugan lýsandi úr augunum.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.