Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1927, Blaðsíða 10

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1927, Blaðsíða 10
8 MÁNAÐAKBLAÐ K. F. U. M. „Má jeg færa litla borðið þarna hingað að stólnum þínum?“ spurði hann. „Hringdu á Tómas“, sagði jarlinn; „hann færir það fyrir þig“. „Uss, jeg get gjört það sjáifur“, svaraði Sedrik; „það er ekki þungt“. „Jæja, það er gott“, sagði jarlinn, og brosið varð breiðara á andliti gamla manns- ins, meðan hann horfði á allan undirbúning Sedriks. Það var allt gjört með svo áhuga- samri alvöru. Litla borðið var dregið að stólnum og leikfangið tekið upp úr öskjun- um og raðað á borðið. „Það er mjög skemmtilegt, þegar það fyrst byrjar“, sagði Sedrik. „Sjáðu til, svörtu mennirnir geta verið þín megin og hvítu hjá mjer. Að komast einu sinni kring um völlinn er heimhlaup, og það gefur eitt mark. „Þessir eiga að byrja; og þama er fyrsta eyjan og þama önnur og þriðja og þetta er heimaeyjan“. Svo útskýrði hann og útskýrði, ganginn í leiknum og ljek tilburði útvarparans, gríp- andans og þess, sem hefur knatttrjeð, allt eins og hann hafði sjeð það á kappleik, þar sem hann var með hr. Hobbs. Og svo þegar útskýringar voru á enda og leikurinn byrj- aði í alvöru, fór jarlinum að þykja gaman að því. Leikfjelagi hans var svo algjörlega gagntekinn af því, — og ljek af öllu hjarta. Hinn hjartanlegi hlátur, þegar hann kastaði vel, hrifning hans yfir „heimhlaupi" og fögnuður hans yfir hverjum sigri, hvort sem hann vann eða keppinauturinn, hefði sett gleðibragð á hvem leik. Ef einhver hefði fyrir viku áður sagt jarl- inum að á þessum degi mundi hann gleyma gigt sinni og geðvonsku í barnalegum leik með hvíta og svarta trjámenn á ljósmáluðu borði við lítinn hrokkinhærðan snáða, sem keppinaut, mundi hann án efa hafa orðið fjúkandi reiður; en nú var það svona samt, að hann hafði alveg gleymt sjálfum sjer, þegar Tómas opnaði dyrnar og tilkynti heimsókn. Sá, sem kom inn, var svartklæddur, aldr- aður maður, virðulegur ásýndum. Það var sóknarpresturinn. Honum brá svo við þessa óvæntu sýn, er bar fyrir augu hans, að hann hrökk aptur á bak og var rjett að segja bú- inn að rekast á Tómas, er stóð fyrir aptan hann. Frá félaginu. Annan Janúar, á afmælisdegi K. F. U. M. kom inn á fórnarfundi um kvöldið kr. 166.6B. Áheit frá konu í Winnipeg, Frú I. V. Gfoodman, kr. 25.00. Yegna kikhóstahættu verða engir fundir í yngri deildunum V-D og Y-D fyrst umsinn. Fundir i U-D verða eins og áður á sunnu- dögum kl. 6 og miðvikudögum kl. 8V2- Fundir i A-D verða á fimmtudögum og biblíulestur á þriðjudögum og almennar sam- komur á sunnudagskvöldum kl. 8V2. Fundir í K. F. U. K. á föstudögum kl. 8V2 og saumafundir á þriðjudögum kl. 8V2 5 en í yngri deildinni engir fundir. — Allir unnendur K. F. U. M. og K. ættu að rækja fundina sem bezt. — Auglýsingar um sjerstaka fundi eru að lesa í blaðinu „Vísi“. í Hafnarfirði verða fundir eins og vant er, ef kikhóstinn kemst ekki þangað líka. Fólk sem ekki hefur fengið kikhóstann áður ætti að gæta vel að sjer, að bera hann ekki þangað. Y-D-drengir! munið eftir fjelagi yðar, þótt þjer getið ekki komið saman á fundi þess. Mánaöarblaö K. F. U. M. kemur út einu sinni i mánuði. Kostar 2,50 aur. árg. Upplag 3000 eintök. Afgr. i húsi K. F. U. M., Amtmannsstig, opin virka daga kl. 12-1 og 6-8. Simi 437. Pósth. 366. Utg. K. F. U. M. Preutsm. Acta.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.