Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.02.1927, Blaðsíða 3

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.02.1927, Blaðsíða 3
Konungs-erindið. 1. Sam. 2), 8. Guð er ekki aðeins guð friðarins: Hann er kærleikur. Og kærleikurinn er, eins og eld- ur, eirðarlaus; hann er starfsamur; hann hungrar, hann er framsækinn. Hann knýr þann áfram, sem á hann, með brennandi afli heitrar eptirlöngunar. Hann finnur enga ró nje fullnægju nema í því að gleyma sjálfum sjer vegna hins elskaða. Og Jesús, drottinn vor, er opinberun guðdómskærleikans, og guð- spjallasagan er einmitt sagan um brennandi hungur kærleikans. Vjer meigum vissulega ekki skekkja hin sönnu hlutföll í sögunni um hið mannlega líf Drottins vors; það eru í honum stöðug hvíld í trausti og fögnuði; en það er líka í honum óstöðvandi kraptur, framknýjandi hreyfiafl í ákveðu ráði og löng- un. Það kemur fram hjá honum knýjandi nauðsyn og samstilling allra innri krapta að settu marki. „Mjer ber að vinna verk þess, sem sendi mig, meðan dagur er, nóttin kem- ur, þegar enginn fær unnið“. Þjónusta hans virðist á stundum að vera knúð fram af hinni miklu þörf í kringum hann: Hann kemst ekki yfir verk sitt. Hann verður að halda áfram til annara þorpa, svo þau yrðu ekki útundan. Hann hefur varla nokkra tóm- stund, hefur naumast matfrið og í hinu mik- ilfenga starfi og áreynslu, dregur hann aldrei af sjer, hlífir sjer ekki, notar kraptana að ýtrustu getu. Hann sezt örþreyttur við brunn- inn eða sofnar í bátnum þrátt fyrir storm- inn. Allt hans líf frá því hann kom fyrst fram bar vott um að konungserindinu þyrfti að hraða sem mest; þar bæri bráða nauðsyn til. Og svo er mótstaðan varð sterkari og liin óhjákvæmilegu endalok fóru að nálgast, og koma í ljós, þá hafði það þau einu áhrif á hann, að hann einbeitti sjer enn meir, lagði sig enn sterkar fram til þess að ná marki sínu. „Jeg er kominn til þess að senda eld á jörðu, og hversu vildi jeg að hann væri þeg- ar kveiktur! Skírn verð jeg að skírast og hversu angistarfullur er jeg, þangað til henni er lokið! „Já, konungserindið ber og bráðan að fyr- ir oss þann dag í dag. Hið sanna konungs- erindi verður að reka með meiri hraða, en orðum verður að komið. Það er satt; það er mikið til af fölskum hamagangi. Menn vasast í mörgu og reka á eptir því sem eru aukaatriði og lítið gagna; og menn þreyta sig á allskonar hvíldarlausu amstri í hjegómamálum, og gefa sjer varla matfrið fyrir margskonar önnum. Mitt i kapp- hlaupi og æðigangi þessa aldarháttar, verð- um vjer staðfastlega og látlaust, að hraða oss að því eina erindi, sem virkilega er knýj- andi: Erindi Drottins vors til þess að frelsa sálir. Kirkjan er líkami Krists: Vjer erum hendur hans og varir, með þessum limum starfar hann nú; og í rekstri hans konungs- erindis er ekkert rúm fyrir löðurmennsku eða leti eða sjerhlífni, eða drátt. Þessi hvatningargrein er lauslega þýdd

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.