Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.02.1927, Blaðsíða 8

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.02.1927, Blaðsíða 8
6 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. liti hans og geðvonskuköstum og töluðu um það sín á milli og gjörðu það að umtalsefni í öliu nágrenninu. Og þegar svo sjera Mordaunt var að ganga upp trjágöngin, hafði hann verið að hugsa um að nú væri þessi mjög umræddi drengur kominn, og að mikil líkindi væru til þess að kvíði jarlsins hefði reynst rjett- mætur, og væri þá ekki að spyrja að skap- lyndi hans; mundi hann svala sjer á að láta alla gremju sína bitna á þeim, er fyrstur kæmi til hans, og líklega yrði hann nú ein- mitt sjálfur fyrir því. Menn geta því skilið í, hve honum hnykkti við, er Tómas opnaði dyrnar og hann heyrði glaðværan barnshlátur hljóma sjer fyrir eyrum. „Tveir úti!“ kallaði hin skæra bamsröd.d. „Þú sjerð að það eru tveir úti!“ Og þama stóð stóll jarlsins og gigtar- skemillinn og gigtveiki fóturinn á ihonum; og við hliðina á jarlinum stóð lítið borð og á því leikföng. Og rjett hjá honum stóð lít- ill drengur og hafði lagt höndina á heil- brigða hnje jarlsins, drengur rjóður í fram- an af fjöri og áhuga, með kætina iðandi í augunum. „Það eru tveir úti“, sagði hann; „Nú mistókst þjer í þetta sinn!“ — Svo urðu þeir leikfjelagamir varir við að ókunn- ugur væri kominn inn. Jarlinn leit upp og hnyklaði brýnnar eins og hann var vanur, en er hann sá hver það var, fannst sjera Mordaunt, að hann væri ekki eins súr á svipinn og hann átti að sjer að vera. Það var líkast því að hann hefði í svipinn gleymt, hve óþægilegan og leiðan hann gat gert sig, er hann vildi það við hafa. „Ó!“ sagði hann í sínum óþýða róm, en rjetti þó prestinum höndina frernur vin- gjarnlega. „Góðan daginn sjera Mordaunt. Jeg hef fengið mjer nýja dægrastytting, eins og þjer sjáið“. Hann lagði höndina á öxlina á Sedrik — ef til vill hefur hann djúpt niðri í hjarta sínu verið dálítið hreykinn af því að geta sýnt slíkan erfingja. Að minnsta kosti brá fyrir einhverju líku ánægju leyptri í aug- um hans er hann ýtti drengnum lítið eitt fram. „Þetta er hinn nýi Fauntleroy lávarður“, sagði hann. „Fáuntleroy, þetta er sjera Mordaunt, sóknarpresturinn hjema“. Fauntleroy leit á manninn í prestafrakk- anum, og rjetti honum höndina. „Mjer þykir mjög vænt um að kynnast yður, herra“, sagði hann og mundi eptir að með þessum orðum hafði hann iheyrt hr. Hobbs heilsa meiriháttar skiptavinum er han vildi' hafa mikið við. Sedrik þóttist al- veg viss um að prestum ætti að heilsa með sjerstakri kurteysi. Sjera Mordaunt hjelt litlu hendinni eitt augnablik í hendi sjer og leit um leið niður á litla andlitið, og brosti ósjálfrátt. Honum gazt vel að litla snáðanum þegar í stað. Það var ekki svo mjög fegurðarþokki drengsins, sem vakti hjá honum hlýju, heldur hinn barnslegi og einlægi vingjamleiki, sem gjörði það sem hann sagði eithvað svo notalegt. — Og þegar presturinn horfði á drenginn, gleymdi hann jarlinum og öllu; og hvemig sem það nú var fannst honum að allur blær- inn á hinu stóra og hálf skuggalega herbergi verða bjartari og andrúmsloptið 'hreinna í nærvem þessa litla drengs. — „Það er mjer sönn ánægja að kynnast yður, Fauntleroy lávarður", sagði prestur- inn. „Það var löng leið, sem þjer þurfið að fara til þess að koma til vor. Það verða margir glaðir af því að ferðin hefur geng- ið vel“. „Já, það var löng leið“, svaraði lávarður- inn; en Ljúfust, móðir mín, var með mjer og mjer leiddist ekkert. — Auðvitað leiðist manni aldrei, ef móðir manns er hjá manni; og skipið var ákaflega skemmtilegt1. „Takið yður stól, sjera Mordaunt", sagði ,]arlinn. Presturinn settist. Hann leit af Fauntleroy til jarlsins. „Það er full ástæða til að samfagna yðar hágöfgi“, sagði hann hlýlega. En jarlinn

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.