Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.02.1927, Blaðsíða 9

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.02.1927, Blaðsíða 9
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 7 ætlaði auðsjáanlega ekki að láta neitt uppí um tilfinningar sínar í þessu efni. „Hann líkist föður sínum“, sagði hann dá- lítið hastur. „Vonandi að hann heldur verði íöðurbetrungur“. Síðan bætti hann við: „Hvað er yður anars á höndum 1 dag. Hvar er í vandræðum núna?“ Það var ekki nærri því eins slæmt og hann hafði búizt við, en samt hikaði hann sjer eitt augnablik áður en hann stundi upp er- indinu. „Það er hann Higgins“, sagði hann; „hann Higgins á Brúnum. Hann hefur átt við mik- ið andstreymi að búa. Hann var veikur sjálfur í haust sem leið, og bömin hans fengu skarlasótt. Jeg vil1 ekki segja, að hann sje góður búmaður, en hann hefur líka orð- ið fyrir mikilli arrnæðu, og er nú orðinn talsvert á eptir með margt. Nú er hann í hreinustu vandræðum með afgijaldið. Newick segir honum, að borgi hann ekki þegar í stað, verði ihann að standa upp af jörðinni. Nú er kona hans rúmföst, og hann kom til mín í gær og bað mig að finna yður upp á þetta og biðja yður um umlíðun. Hann held- ur að hann geti rjett við aptur, ef þjer vilj- ið umlíða hann um tíma. „Það halda þeir allir“, sagði jarlinn þung- ur á svipinn. Fauntleroy færði sig fram. Hann hafði staðið milli afa síns og gests- ins, og hlustað af öllum mætti. Hann fór strax að fá áhuga á máli Higgins. Hann langaði til að vita hve mörg iböm hann ætti, og hvort skarlasóttin hefði gjört þeim mikið mein. Hann horfði stórum augum á sjera Mordaunt og fylgdi með athygli því, sem presturinn sagði. „Higgins er velhugsandi maður“, sagði presturinn til þess að styðja með málstað sinn. i „En hann er slæmur leiguliði“, sagði jarl- inn. „Hann er allt af á eptir í öllu, segir Newick mjer“. „Hann á verulega bágt núna“, sagði prest- urinn. Honum þykir ákaflega vænt um konu og böm; ef jörðin er tekin af honum verð- ur öll fjölskyldan að svelta, bókstaflega. Hann getur ekki látið þeim í tje þá nær- ingu, sem þau þurfa. Tvö af börnunum eru mjög illa ihaldin eptir veikina, og læknirinn ráðleggur vín og styrkjandi fæðu, sem Higgins hefur ekki ráð á að fá“. Nú steig Fauntleroy enn eitt skref áfram. „Svona var það með Mikael“, sagði hann. Jarlinn tók dálítið viðbragð. „Jeg gleymdi þjer“, sagði hann. „Jeg gleymdi að við höfðum hjerna mannvin í stofunni. Hver var Mikael?“ Og það var eins og ánægjubjarma brigði aptur fyrir í hinum djúpsettu augum jarlsins. „Það var maðurinn hennar Bridgetar; hann sem var veikur“, sagði Fauntleroy; „og hann gat ekki borgað húsaleiguna eða keypt vín og aðra hluti. Og svo gafstu mjer peninga til þess að hjálpa honum. Jarlinn hnyklaði brýnnar, en þó var nú eins og ekki væri laust við glettur í svip hans. Hann leit á sjera Mordaunt. „Ekki veit jeg hverskonar búsýslumaður hann verður“, sagði hann. „Jeg sagði hr. Havis- ham, að drengurinn ætti að fá það, sem hann langaði til, — og það sem hann lang- aði til, virtist helzt vera að fá peninga handa beiningamönnum". „Ó! það voru ekki beiningamenn", sagði Fauntleroy áfjáður, „Mikkael var ágætur múrari! Þau unnu öll sömun“. „Ó“, sagði jarlinn; „það voru ekki bein- ingamenn; það voru ágætir múrarar, skó- burstarar og eplasölukonur“. Hann starði á drenginn nokkrar sekundur þegjandi. Því var svo varið að ný hugsun var að koma fram í huga hans. „Komdu hingað“, sagði hann að lokum. Fauntleroy kom og stóð svo nálægt hon- um, sem hann gat, án þess að koma við veika fótinn. „Hvað mundir þú nú gjöra í þessu efni?“ spurði jarlinn. Því verður ekki neitað að sjera Mordaunt fann á þessu augnabliki einkennilegar geðs- hræringar gjöra vart við sig hið innra 1

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.