Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.02.1927, Blaðsíða 10

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.02.1927, Blaðsíða 10
8 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. huga hans. Hann var mikill alvörumaður, og með því að hann hafði verið svo mörg ár þjónandi prestur við jarlssetrið og þekkti leiguiiðana, bæði ríka og fátæka; þekkti fólkið í þorpinu, bæði hina iðnu og ráð- vöndu, og hina lötu og óáreiðanlegu, þá sá hann nú mjög glögglega það feikna vald til góðs og ills, sem í framtíðinni yrði lagt í hendurnar á þessum eina litla dreng, sem stóð þar með augun sín móleitu galopin og höndumar í vösunum; og 'honum datt í hug að heilmikið af valdi kynni nú þegar að verða gefið honum vegna dutlunga úr drembilátum manni, sem allt ljeti eptir sjálf- um sjer; og ef upplag unga sveinsins væri ekki göfugt og einlægt, þá gæti af því hlotn- ast eitt það versta ekki aðeins fyrir aðra heldur og fyrir sjálfan hann. ,,Og hvað mundir þú gjöra í þessu efni“, spurði jarlinn aptur. Fauntleroy kom enn nær og lagði 'höndina í mesta trúnaðartrausti á hnjeð á gamla manninum. „Ef jeg væri mjög ríkur“, sagði hann, „og ekki aðeins lítill drengur, þá mundi jeg láta hann búa kyrran og gefa íhonum það, sem hann þyrfti handa bömunum; en jeg er aðeins lítill d.rengur“. Eptir litla umhugsun bætti hann við; og það glaðnaði yfir hon- um: „Þú getur gjört þetta allt, er það ekki?“ „Hum!“ sagði jarlinn og starði á hann. „Svo það er þitt álit, er ekki svo?“. — Hann virtist alls ekki óánægður. „Jeg á við að þú getur gefið öllum allt“, sagði Fauntleroy. „Hver er Newick?“. „Hann er ráðsmaður minn“, svaraði jarl- inn, og sumum af leiguliðum mínum þykir ekki allt of vænt um hann“. „Ætlarðu að skrifa honum bréf núna?“ spurði Fauntleroy. „Á jeg að færa þjer penna og blek? Jeg get tekið af borðinu“. Það var auðsjeð að honum hafði ekki dott- ið í hug eitt augnablik að Newick fengi að beita hörku. Jarlinn þagði eitt augnablik og horfði á hann. „Kanntu að skrifa?“ sagði hann. „Já“, svaraði Sedrik, „en ekki mjög vel“. „Taktu hlutina þama af borðinu“, skipaði jarlinn, „og náðu bleki og penna og pappírs- örk á borðinu mínu“. Fauntleroy var ekki seinn að gjöra eins og honum var sagt. Á svipstundu voru öll skriffærin í lagi. „Þama!“ sagði hann glaðlega. „Nú getur þú farið að skrifa“. „Það ert þú, sem átt að skrifa það“, sagði jarlinn. „Jeg!“ kallaði Fauntleroy. Gildir það, ef jeg skrifa það. Jeg hef ekki æfinlega rjetta stafsetning, þegar jeg hef ekki orðabók og enginn leiðrjettir mig. „Það dugar víst!“ sagði jarlinn. „Higgins mun ekki kvarta yfir stafsetningunni. Jeg er ekki mannvinurinn; það ert þú. Dýfðu pennanum þínum í blekið“. Fauntleroy tók pennastöngina og dýfði henni í blekið og settist svo í stólinn og hall- aði sjer fram á borðið. „Nú!“ spurði hann, ,hvað má jeg segja?“ „Þú mátt segja: „Það á ekki að ganga að Iliggins sem stendur“, og skrifaðu Faunt- leroy undir“, sagði jarlinn. Fauntleroy deif aptur pennanum í og fór nú að skrifa. Það var nú ekkert áhlaupa- verk fyrir hann, en allur hugur hans var með í því. Eptir ofurlitla stund var hand- ritið fullendað og hann rjetti það að afa sínum brosandi en þó dálítið kvíðinn á svip- inn. „Heldur þú að þetta nægi?“ spurði hann. Jarlinn leit á það og það komu viprur í munnvikin. „Já“, svaraði hann. „Higgins verður víst harðánægður með það“. Og hann rjetti það að sjera Mordaunt. Það sem sjera Mordaunt sá skrifað var svona: Mánaðarblað K. F. U. M. kemur út einu sinni í mánuði. Kostar 2,50 aur. árg. Upplag 3000 eintök. Afgr. i húsi K. F. U. M., Amtmannsstig, opin virka daga kl. 12-1 og 6-8. Simi 437. Pústh. 366. Utg. K. F. U. M. Preutsm. Acta.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.