Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.03.1927, Blaðsíða 10

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.03.1927, Blaðsíða 10
8 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. og hr. Havisham einu sinni áður — að sjá tvo sterklega, litla leggi, þjóta eptir veginum með undraverðum hraða. Það var auðsjeð að eigandi þeirra ætlaði sjer ekki að eyða tíma í óþarfa. Vagninn hjelt hægt áfram, en jarlinn hallaði sjer ekki aptur á bak inn í vagninn, heldur horfði út. Gegnum geil milli trjánna gat hann sjeð framdyr húss- ins. Þær stóðu galopnar. Lítill hnokki flaug upp þrepin — og lítill, grannvaxinn kven- maður í dökkum kjól, kom hlaupandi út á móti honum. Það var eins og þau hefðu vængi, svo hratt fóru þau, og Fauntleroy hljóp í faðm móður sinnar, og þaut upp um hálsinn á henni og kysti hana alla í framan. KAP. 7. I kirkju. Sunnudagsmorguninn næstan eptir, var fjölsótt kirkja hjá sjera Mordaunt. Hann mundi varla eptir því að kirkjan hefði ver- ið svo fjölsótt á nokkrum sunnudegi. Þar voru ýmsir komnir, sem sjaldan gjörðu hon- um þann heiður að hlusta á ræður hans. Það kom jafnvel fólk frá Hazelton, nábúa- sókninni. Þar voru fjörlegir sólbrendir bændur, gildar og vangarjóðar húsfreyjur með beztu hattana sína og hin glossalegu sjöl, og hálft eða heilt kvígildi af krökkum með hverri fjölskyldu. Þar var læknisfrúin með sínar 4 dætur. Friú Kimsey og maður hennar, sem átti lyfjabúðina og bjó til pill- ur og skammta fyrir fólkið í tíu mílna um- hverfi, sátu í kirkjustól sínum. Frú Dibble sat í sínum stól, og ungfrú Smiff, sauma- kona þoipsins og vinkona hennar ungfrú Perkins, sem seldi kvenhatta, sátu í sínum stól; nær því frá hverju heimili í sveitinni umhverfis var einhver eða einhverjir komn- ir til kirkjunnar þann dag. Síðastliðna viku höfðu gengið um margar undraverðar sögur um litla nýja lávarðinn. Frú Dibble hafði nóg að gjöra þá dagana, svo mikil ös var í litlu búðinni, að dyra- bjallan þagnaði nær aldrei; allir virtust að þurfa að kaupa nálabréf eða tvinnakefli — og fá frjettir í kaupbætir. Frú Dibble vissi líka nákvæmlega, hvernig herbergi litla lá- varðarins voru útbúin, hvaða leikföng hann hefði fengið; hús vissi um litla hestinn og hestasveininn, sem fenginn hafði verið til þess að kenna lávarðinum reiðmenskuna. Hún kunni að segja frá því sem þjónustu- fólkið hafði sagt, er það sá bamið við komu þess, og að öllum stúlkunum þætti það skammarlegt að stía þessu elskulega bami frá móður þess, og að allir hefðu fengið eins og kökk í hálsinn, þegar drengurinn varð að fara aleinn inn til afa síns, því „ekki væri gott að vita hvernig farið yrði með hann, enda væri skap jarlsins nægilegt til að skjóta fullorðnum: skelk í bringu, hvað þá heldur börnum“. „Jeg veit ekki hvort þjer viljið trúa því, l'rú Jennifer“, hafði frú Dibble sagt, en drengurinn veit ekki hvað hræðsla er, — svo segir hr. Tómas sjálfur; hann segir að hann hafi brosað framan í jarlinn og talað við hann eins og þeir hefðu verið vinir frá því að hann fæddist. Og jarlinn var svo yf- ir sig genginn, segir Tómas, að hann gat ekkert annað en hlustað og starað. Tómas heldur líka að innst inni hafi jarlinn verið bæði glaður og hreykinn; enda ekki hægt að hugsa sjer fallegri dreng nje betur sið- aðan og þó svo fullorðinslegan, segir Tóm- as“. Þannig hafði nú kvömin gengið alla dag- ana, og svo bættist við sagan um Higgins. Presturinn hafði sagt hana við borðið heima hjá sjer, og þjónustustúlkan sagt hana hinu fólkinu, og svo hafði hún borizt út eins og tldui' í sinu. Og á markaðsdegi, er Higgins kom inn í þorpið, var hann spurður spjörun- Mánaðarblaö K. F. U. M. kcuiur út einu sinni í mánuði. Kostar 2,ó0 aur. árg Upnlag 3000 eintök. Algr. i liúsi K. F. U. M., Amtmannsslífr, opin virka daga kl. 12-1 og 6-8. Simi 437. Póstli. 366 Utg.K F.U.M. Prentsm. Aeta.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.