Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.04.1927, Blaðsíða 5

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.04.1927, Blaðsíða 5
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 3 pilta sem vilja sjálfum sjer vel, að stíga a!drei fæti sínum inn á slíka staði og láta dónana um þessa skemmtun. Sjerhver heið- arlegur piltur skammast sín fyrír að sjást ganga þar inn. Bæjarstjórnin ætti að taka í taumana og setja skorður fyrir því, sem eyðileggur mörg mannsefni. — Öll góð fje- lög bæjarins ættu að vinna á móti þessu fargani. — 1 sjálfu sjer er billarð-leikurinn góður leikur og talsverð list í honum, svo það er ekki leikurinn sjálfur, sem hefur neitt spill- andá við sig, og náttúrlega mætti hafa svo góða reglu á að ekki kæmi að skaða, en þá yrði hann líka að vera í þjónustu æðra markmiðs, en peningagróða. Þar sem billarð- stofumar hafa orðið að tjóni, svo að barátta hefur verið hafin móti þeim, þar taka stund- um feður sem hafa ráð á því og húsakynni til þess, til þess ráðs að hafa billarð á heimili sínu handa sonum sínum, svo að þeir kom- izt hjá spillingu hinna opinberu billarðstaða. — I flestum stórborgum í Ameríku (Banda- ríkjum og Canada) hafa K. F. U. M. tekið billarðleikinn í sína þjónustu sem lið í bar- áttunni gegn billarð-kránum, og er sj eð til að eptirlitið sje strangt og engir slæpist þar inni, nema þeir sem í það sinn eru við leik- inn. Svo var það að minnsta kosti í Kansas- City Mis. — Og svo mun víðar. ----o---- Valur. Það var sólskin og sumarblíða einn dag i Maí 1911. Þá komu nokkrir piltar til fram- kvæmdarstjórans í K. F. U. M. og spurðu, hvort þeir mættu ekki stofna fótboltaflokk innan K. F. U. M. Hann svaraði því á þá leið, að hann sæi ekkert sem tálmaði því, það væri sjálfsagt holl hreyfing; að eins yrðu þeir að sjá til að allt færi siðlega og vel fram. Þeir sögðu að það væri sjálfsagt. Svo stofnuðu þeir flokkinn. Þeir höfðu æfingar á melunum, var þar bæði grýtt og ósljett. Framkvæmdarstjóiinn hafði ekkert vit á þeim leik; honum fanst það vera eins og allt út í bláinn, hlaup og spörk, en það gæti ver- ið hollt að hreyfa sig eptir dagsverkið. Svo kom hann eitt sinn eptir beiðni þeirra suður á mela og horfði á, en sá ekkert annað en eintómt hringl. Svo að enduðum leik að fylkja liði eins og á nýjan leik. Þeir gjörðu það. Það var fullt lið báðu megin. Hann stóð fyrir miðri austurbrún svæðisins. Hann sá línu fremst í hvoru liði. í henni voru 5 menn. Þar fyrir aptan stóð önnur lín? með þremur mönnum, og stóðu þeir þannig að tveir stóðu hvor sínu megin við þann í miðju og báru þeir við millibilin milli tveggja yztu í framlínunni beggja vegna. Þá stóðu fyrir aptan þá tveir og aptast stóð einn maður í millibilinu milli tveggja steina. Það sögðu þeir að hjeti mark eða „gull“ eins og þeir kölluðu það þá. Þeir sögðu að fremsta linan væri til framsóknar, en miðlínan bæði til varnar og sóknar, og aptasta línan væri varnarlína, og markmaður í marki. — Svo stóð hann og horfði á. Allt í einu varð hann eins og agndofa. Honum fannst eins og eld- ingu slá niður rjett fyrir framan sig. Á nokkrum sekúndum sá hann stórkostlegar sýnir. Fyrst sá hann rómverska hersveit raðaða upp til bardaga. Hann sá hinar þrjár línur hverja bak við aðra, skipaðar upp í fylkjum, og stóðu aptari fylkin á við millibil fylkjanna í röðinni á undan. Hann heyrði fyrir sjer gnýinn er atlögumerkið var gefið. Með þessari herskipun og sinni miklu æfingu og hlýðni höfðu Rómverjar lagt undir sig lieiminn. Svo sá hann allt í einu aðra mynd. I-Iún var af taflborði með skákmönnum fylkt- um, búnum til bardaga eptir föstum ráðum og reglum. Þá skildi haim allt í einu hið mikla uppeldismeðal, sem fólgið værí í fótbolta- leiknum. Hann þóttist sjá, hvílíkt menning- argildi þessi íþrótt hlyti að hafa, ef rjett væri á haldið. Þetta var eins og ný uppgötv- un fyrir hann. Svo var gengið heim. Hann var hljóður á leiðinni og velti þessu fyrir

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.