Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.04.1927, Blaðsíða 7

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.04.1927, Blaðsíða 7
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 5 LITLI LÁVARÐURINN EPTIR F. H. BURNETT Þannig hafði nú kvömin gengið alla dag- ana, og svo bættist við sagan um Higgins. Presturinn hafði sagt hana við borðið heima hjá sjer, og þjónustustúlkan sagt hana hinu fólkinu, og svo hafði hún borizt út eins og eidur í sinu. Og á markaðsdegi, er Higgins líom inn í þorpið, var hann spurður spjörun- um úr; og Newik hafði einnig verið spurð- ur og hann hafði sýnt tveimur eða þremur kunningjum sínum brjefið, sem undirritað var „Fauntleroy“. Þannig hafði fólkið haft nóg umtalsefni. Og sunnudaginn næstan eptir komu menn hópum saman til kirkjunnar; allir voru forvitnir að vita eitthvað um litla lávarðinn, sem átti að verða eigandi allra þessara jarð- eigna. Jarlinn hafði nú aldrei verið sjerlega kirkjurækinn, en hann ætlaði sjer nú samt að koma til kirkju þenna fyrsta sunnudag og láta sjá sig með litla lávarðinum við hlið sína í jarls-stúkunni í kirkjunni. Margt fólk var á reiki í kirkjugarðinum og í akgöngunum. Það stóðu hópar við hliðin og við kirkjudyrnar, og hafði mönn- um orðið tíðrætt um, hvort jarlinn mundi koma eða ekki. Þegar samtalið um þetta stóð sem hæst, kallaði kona ein upp yfir sig: ,,ó, þetta hlýtur að vera móðirin, þessi in- dæla unga kona“. Allir sem þetta heyrðu sneru sjer við og litu á hina grannvöxnu ungu dökkklæddu konu, sem kom þar upp stíginn. Hún hafði slegið andlitsblæjunni frá andlitinu, og menn sáu að hún var kvenna fríðust og bjarta hárið var hrokkið mjúklega eins og bamslokkar undir litlu ekkju-húfunni. Hún var ekki að hugsa um fólkið í kring; hún var *ð hugsa um Sedrik og um heim- sóknir hans og gleði hans yfir nýja hestin- um, sem hann kom ríðandi á að dyrum hennar daginn áður, mjög hróðugur og glað- ur. En brátt gat hú n ekki komizt hjá að taka eptir að menn horfðu á hana, og að koma hennar hafði vakið talsverða athygli. Hún tók eptir því fyrst, þegar gömul kona í rauðri kápu heilsaði henni með djúpri knjebeyg- ingu og önnur kona gjörði það sama og sagði: Guð blessi yður, lafði mín!“ og karl- mennirnir tóku ofan fyrir henni hver á fæt- ur öðrum, um leið og hún gekk framhjá. Fyrst gat hún ekki áttað sig á þessu, en svo varð henni ljóst að það var af því að hún var móðir litla lávarðarins, svo roðnaði hún og brosti dálítið feimnislega, hneigði sig og sagði: „Þakka yður fyrir!“ við konuna, sem hafði blessað hana. Fyrir þá sem heima hafa átt í stórri borg í Ameríku eru slíkar kveðj- ur mjög óvanalegar og óviðkunnanlegar í fyrstu, en samt varð frú Erról hrærð af þessum vingjarnleika merkjum og gekk svo áfram inn í kirkjuna. — Hún var rjett kom- in inn, er hinn mikli atburður dagsins kom. Vagninn frá höllinni, dreginn af fallegum, stríðöldum hestum með tvo þjóna í skraut- legum einkennisbúningi í vagnsætinu, kom fyrir hornið og ók upp akbrautina upp að kirk j ugarðinum. „Þarna koma þeir!“ hljómaði mann frá manni. Þegar vagninn nam staðar, stökk Tómas niður og opnaði dyrnar og lítill dreng- ur með bjart lokkað hár, klæddur í svört flauelsföt, hoppaði niður úr vagninum. Allir viðstaddir horfðu með forvitni á hann. Hann er alveg eins og höfuðsmaðurinn var!“ sögðu þeir sem mundu eptir föður hans. „Hann er höfuðsmaðurinn alveg ljós- lifandi!“ Hann stóð þama í sólskininu og horfði á jarlinn með ástúðlegu athygli, meðan Tóm- as hjálpaði honum út úr vagninum. Svo bauð hann jarlinum öxl sína til stuðnings ®ins og hann v»ri orðinn stór maður. Það

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.