Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.04.1927, Blaðsíða 10

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.04.1927, Blaðsíða 10
8 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. leitið til hans. Farðu upp í vagninn, Faunt- leroy“. Og Fauntleroy stökk inn, og vagninn brunaði niður tröðina og þegar hann beygði fyrir hornið út á þjóðveginn, var jarlinn ennþá að smábrosa með sjálfum sjer. KAP. 8. Sedrik á hestbaki. Jarlinn á Dorincourt fjekk opt tilefni til að brosa þurlega eptir því sem dagamir liðu og eptir því sem hann kynntist betur sonar- syni sínum, varð brosið svo títt, að það fór næstum því að verða hjartanlegt. Því ber ekki að neita að áður en Fauntleroy lávarð- ur kom, var gamli maðurinn að verða þreytt- ur á einveru sinni, gigtinni og sjötíu árun- um sínum. Eptir að hafa lifað svo lengi 1 glaumi og nautnum, var það annað en skemmtilegt að sitja aleinn, jafnvel í skrautlegum sölum, með annan fótinn upp á fótskör og hafa enga aðra tilbreytingu en að stökkva upp á nef sjer og húðskamma skelkaðan þjón, sem í hjarta sínu óskaði honum norður og niður. Jarlinn var allt of skarpskygn til þess að vita ekki með fullri vissu að þjónar hans höfðu óbeit á honum og að jafnvel þótt hann við og við fengi heimsóknir, þá voru þær ekki sprottnar af vinaþeli — enda þótt sumum þætti gaman af- meinfyndni hans og kaldhæðni, sem eng- um hlífði. Meðan hann var hraustur og heil- brigður, hafði hann verið á sífeldum ferða- lögum, til þess að stytta sjer stundir og skemmta sjer eins og hann kallaði það, en hann var í raun og veru búinn að missa hæfileikann til að njóta lífsins. Þegar svo heilsan fór að bila, varð hann þreyttur á öllu og lokaði sig inni í Dorincourt með gigtina sína, dagblöðin og bækumar. En hann gat þó ekki allt af verið að lesa, og varð æ því meir og meir „dauðleiður" á því öllu, eins og hann sjálfur orðaði það. Hann hataði hinar löngu nætur og daga, og skeytti því meir skapi sínu á þeim, sem hann náði til og ljet leiðindi sín bitna á þeim. Svo kom Fauntleroy litli; og þegar að jarlinn svo sá litla drenginn, varð hann undir eins hreykinn með sjálfum sjer af sonarsyni sín- um. Það var hamingja Fauntleroys. Ef Sed- rik hefði ekki verið eins fríður og myndar- legur eins og hann var, hefði getað farið svo að afi hans hefði fengið svo megna óbeit á drengnum, að honum hefðu dulizt hinir betri kostir hans. En jarlinn fjekk sig til að halda það, að fríðleiki Sedriks og hin einarða og óttalausa framkoma hans, væri arfur frá Dorincourtblóðinu og yrði tign ættarinnar til sóma. Og þá, er hann heyrði drenginn tala, og sá hve vel hann var siðað- ur, þrátt fyrir þekkingarskort hans á öllu, sem laut að hinni nýju stöðu hans, fjekk hann enn meiri mætur á sonarsyni sínum, og fór í raun og veru að hafa gaman að sam- ræðum við hann. Hann gjörði það líka sjer til gamans, að leggja í hinar barnslegu hend- ur úrlausnina á máli Higgins. Jarlinn kærði sig ekkert um Higgins, en hann hafði gleði af að hugsa, að mikið yrði talað um sonar- son sinn hjá sveitafólkinu, og hann myndi verða átrúnaðargoð landseta sinna, jafnvel þegar í bernsku. Þess vegna hafði honum verið geðfelt að aka með hann til kirkjunn- ar og sjá alla þá forvitni og hrifningu, sem koma hans vakti. Hann vissi, að fólkið mundi tala mikið um fegurð hans, um hið hrausta og mjúka vaxtarlag, framgöngu hans, fríð- leikann og hið fagra hár, og hvernig menn mundu segja (eins og jarlinn hafði heyrt út- undan sjer konu nokkra segja við aðra), að drengurinn væri „aðalsmaður frá hvirfli til ilja“. i : ( | ' I ----o---- Mánaöarblað K. F. U. M. kemur út einu sinni i mánuði. Kostar 2,50 aur. árg. Upplag 3000 eintök. Afgr. i húsi K. F. U. M., Amtmannsstig, opin virka daga kl. 12-1 og 6-8. Simi 437. Pósth. 366. Utg. K. F. U. M. Prentsm. Acta.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.