Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.05.1927, Blaðsíða 3

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.05.1927, Blaðsíða 3
MÁNAÐARBLAÐ KFUM REYKJAVÍK Mal 1927 Upprisa Jesú Krists frá dauðum er hinn stórfeldasti atburður Kiannkynssögunnar. Það er sú mikla yfirlýs- ing um unninn sigur og hin æðsta fullviss- ing um að Jesús er frelsari vor. Ef Jesús er ekki upprisinn, er trú vor ónýt og vjer er- um enn í syndum vorum. En sá boðskapur: Jesús Kristur er upprisinn! sannar allt ann- að. Jesús er upprisinn, það staðfestir sög- una um að hann er getinn af Heilögum Anda og fæddur af Maríu meyju. — Það staðfest- ir að allt sem hann sagði um sig var satt og er ætíð satt, að hann er Guðs sonur af himnum kominn til þess að frelsa oss synd- uga menn. Það sannar að dauði Jesú var fómardauði fyrir oss, að hann bar fyrir oss syndir vorar og leið fyrir oss þá heg-ningu, sem að vjer áttum skilið. — Hann dó fyrir oss, svo að vjer mættum lifa fyrir hann. — Hann reis upp og skildi gröfina eptir tóma. Ilann birtist lærisveinum sínum, stundum einum og einum, stundum í smærri og stærri hópum. Seinna birtist hann Páli og síðan hefur hann birst á öllum öldum þeim, sem trúa á hann og elska hann. Þeir fá að reyna hinn krossfesta og upprisna Jesúm Krist. Hann verður þeirra líf og þefrra kraptur og hin mikla páskagleði. o Tvennskonar þjónustu talar postulinn Páll um í 6 kap. Rómverja- brjefsins. Hann segir: Vitið þjer ekki, að þeim, sem þjer frambjóðið sjálfa yður fyrir þjóna til hlýðni, þess þjónar emð þjer, hvort heldur er syndar til dauða, eða hlýðni til rjettlætis? — Þjónusta syndarinnar er það að lifa lífi sínu í synd. Syndin lokkar með ýmsu móti menn til fylgdar við sig, til þess að ganga í þjónustu sína. Þeir sem lifa án guðs eru í þjónustu syndarinnar. Syndin, dóttir djöfulsins, er heimtufrek húsmóðir. Meðan hún er að vjela menn, lofar hún öllu fögru, gulli og grænum skógum, miklum nautnum og skemmtunum; svo tryllir hún þá og tælir; og gjörir þá svo að þrælum sín- um, hún veitir svo kaupið, stundum ríflega, og kaupið er dauði, dauðinn í öllum sínum myndum sem viðvarandi ástand. „Laun syndarinnar er dauði“, segir postulinn. Hjer er ekki talað um laun í merkingunni endur- gjald fyrir synd, enn síður refsingu frá Guðs hendi, sem hann leggi á þá sem syndga, held- ur þau laun, sem syndin veitir þjónum sín- um. Þeir sem ganga á mála hjá syndinni fá dauðann í málagjald. Það er lögmál synda- lífsins. Það er lögmál syndarinnar að deyða, eins og það er lögmál eldsins að brenna. Sá, sem kastar sjer 1 eld, brennur; sá ,sem kast- ar sjer út í syndalífið, deyr. — Kristindóm- urinn kennir ekki að Guð sje eins og dutl- ungasamur harðstjóri, sem taki þann er

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.