Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.05.1927, Blaðsíða 4

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.05.1927, Blaðsíða 4
2 manaðarblað k f. u. m. synd drýgir, í hnakkadrambið og dusti hann til eins og fantalegur faðir gjörir við óþæg- an son. — Nei, það er syndin sjálf sem ber sín laun í sjer, ber dauðann í sjer .Það er hennar eðli. Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vor- um. — Ef vjer tökum til íhugunar þjón- ustu hlýðninnar við guð, þjónustu rjett- lætisins, þá má líka tala um laun, laun sem sú þjónusta ber í sjer, sá sem þjónar guði fær eilíft líf. Það er lögmál þeirrar þjónustu. En postulinn nefnir það ekki laun, heldur náðargjöf. Því er vjer göngum guði á hönd og veljum að þjóna honum, þá hefur hann oss ekki sem kaupa- menn, eða leiguliða eða málaliðsmenn, held- ur verðum vjer böm hans. Við það verður þjónustan annars eðlis. Þar eptir þjónum vjer á sama hátt og böm þjóna foreldrum sínum. Svo borgar Guð oss ekki kaup, nje málagjald, en hann gefur oss eilíft líf með öllu því sem vjer þurfum með um tíma og eilífð. — Það er hans gleði að gefa bömum sínum. Og það er hans gleði að þiggja af oss smámuni þá, sem vjer getum gefið hon- um. Hann þiggur þá á líkan hátt og góður jarðneskur faðir þiggur smágjöf litla drengs- ins síns, þótt hún hafi aðeins lítið verðmæti og hafi verið keypt fyrir þá aura, sem fað- irinn áður hafði gefið drengnum; fyrir föð- umum hefur gjöfin verðmæti kærleikans. Svo er og vorum himneska föður gleði af smágjöfum bama sinna, enda þótt hann sjálfur hafi gefið oss allt. Náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vomm. Eingöngu fyrir Jesúm Krist getum vjer öðlast þessa náðargjöf; eingöngu fyrir trúna á hann verðum vjer Guðs út- valin og elskuð böm. Ef þú trúir á Jesúm Krist, þá átt þú eilífa lífið. ——o------ Sálmur. Vjer til þín, Guð og Faðir, flýjum. Og felum þjer vort líf og sái, ó lát oss fyllast friði nýjum, Svo færum vjer þjer lofsöngsmál. Þú, Jesús Kristur, son Guðs sæti, Vjer sækjum til þín frelsi’ og þrótt Og girnumst eitt: þitt eptirlæti Og alla þína kærleiksgnótt. Guðs Helgur Andi, hjálp veit þína Og hetju-krapt og frið á ný, Svo megum hj artahreinir skína sem himinstjörnur æ og sí. Og heilög Þrenning, þig vjer biðjum Um þína náð og aðstoð hjer, Svo hugsum, tölum æ og iðjum Það eitt, sem, Drottinn, líkar þjer. -----o--- Valur. ------- Prh. Nú var æft kappsamlega það sem eptir var sumars. Annað fótboltafjelag var stofnað innan K.F.U.M. og var það kallað „Hvatur“ í heiðursminningarskyni við lítið fjögurra pilta göngufjelag, er svo lijet, og er „Hvats- hellir“ einnig kenndur við það. Var nú fjör og gleði yfir starfinu og einhver sólbirta íagnaðar og yndisleika. Það var allstrangur agi á svæðinu; var ríkt gengið eptir að öllum siðpiýðisreglum væri fylgt, að aJdrei skyldi heyrast blótsyrði á svæðinu, eða ófagurt „pex“ og annað er lýta mætti samveruna. — Þetta er einn kafli úr vígsluræðu vallar- ins: „Þjer ungu menn, sem standið nú í röðum reiðubúnir að ganga inn á hið nýja svæði til leiks, sýnið að þjer getið leikið með kappi og fjöri og þó sem göfugir ungir menn, sem fullkomlega hafið vald yfir yður. Náið valdi yfir limum yðar; æfið augun að

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.