Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.05.1927, Blaðsíða 8

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.05.1927, Blaðsíða 8
6 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. „Hann, hræddur!“ sagði Wilkins. „Mjer liggur við að segja, að hann veit varla hvað það er. Jeg hef kennt ungum aðalsmönnum að ríða fyr, en jeg hef aldrei þekkt aðra eins þrautseigju*. „Þreyttur?“ sagði jarlinn við Fauntleroy. „Vilt’ ekki hætta?“ „Maður hossast meira en hægt er að hugsa sjer“, kannaðist hinn ungi lávarður hreinskilnislega við. „Og maður verður dá- lítið þreyttur líka; en jeg vil ekki hætta. Jeg vil læra betur að sitja hann. Undir eins og jeg hef kastað mæðinni, vil jeg ríða til baka eptir hattinum'. Þótt hinn snjallasti maður í víðri veröld hefði tekið að sjer að kenna Fauntleroy, hvemig hann ætti að koma sjer í mjúkinn hjá gamla manninum, sem horfði með at- hygli á hann, hefði hann ekki getað kennt honum neitt sem betur hefði náð tilgangi sínum en þetta svar. Þegar þeir brokkuðu aptur niður trjágöngin, læddist ljettur roði yfir hið gamla harðlega andlit jarlsins og augu hans tindruðu undir hinum loðnu brún- um af ánægju, sem jarlinn hafði tæplega bú- izt við að finna til framar. Og hann sat og horfði með eptirvæntingu, þangað til hann heyrði aptur hófatakið. Þegar þeir eptir dá- litla stund komu aptur, riðu þeir enn þá harðara en áður. Fauntleroy var enn þá ber- höfðaður. Wilkins reiddi hattinn hans; kinn- ar hans voru enn rjóðari en áður og lokkar hans þyrluðust um eyru hans; en hann kom líka á allhröðu valhoppi. „Þarna!“ sagði hann másandi, er hann reið upp undir gluggann, „jeg gat látið hann valhoppa, ekki eins vel og drengurinn í Fimmtugötu,en valhopp var það og jeg sat!“ Ilann og Wilkins og klárínn voru upp frá því beztu vinir. Varla leið nokkur sá dagur, að sveitafólkið sæi þá ekki á reið saman káta og fjöruga, eptir þjóðveginum eða á götunum milli grænu limgarðanna. Bömin í kotunum hlupu út til dyra að sjá móleita folann með hinn glæsilega unga pilt á bak- inu, sem sat svo teinrjettur í hnakknum, og ungi lávarðurinn var vanur að veifa húf- unni til þeirra og hrópa: sæl, góðan daginn! á mjög ólávarðslegan hátt en mjög hjartan- lega. Stundum nam hann staðar og talaði við bömin, og einu sinni hafði Wilkins þá sögu að segja, er þeir komu aptur til hall- arinnar, að Fauntleroy hefði endilega viljað fara af baki nálægt þorpsskólanum svo að drengur haltur og þreyttur gæti setið á hestbaki heim til sín. „Það veit minn sæli“, sagði Wilkins, er hann skýrði frá þessu í hesthúsunum, „að hann vildi ekki vita af neinu öðru. — Hann vildi ekki láta mig lána honum minn hest, því hann sagði að það gæti verið óþægilegt fyrír drenginn að sitja á stórum hesti. Og svo sei’r hann, „Wilkins“, sei’r hann, „dreng- urinn er haltur og jeg ekki, og þar að auki langar mig til að tala við hann“. Og svo varð jeg að láta drenginn á bak og lávarð- ur minn þrammar við hliðina á honum með höndurnar í vösunum og húfuna aptur á hnakka, og talar svo við hann eins og jafn- ingja sinn. Og þegar við komum að kotinu þar sem drengurinn á heima, þá tekur hann ofan og segir: Jeg kom með son yðar heim, frú“, sei’r ’ann, „af því hann finnur til í fætinum og jeg held ekki að stafurinn hans sje fullnægjandi að styðja sig við; jeg ætla að biðja afa að útvega góðar hækjur handa honum“. Og það veit sá sem allt veit, að konan varð alveg yfir sig gengin eins og eðlilegt var. Og jeg vissi ekki upp eða niður!“ Þegar jarlinn heyrði söguna, varð hann ekki reiður, eins og Wilkins hjelt að hann mundi verða; en þvert á móti hló hann dátt, og kallaði Fauntleroy til sín og ljet hann segja sjer söguna frá upphafi til enda og hló svo aptur. — Nokkrum dögum seinna nam vagn jarlsins staðar í tröðinni fyrir framan kotið, þar sem halti drengurinn átti heima, og Fauntleroy hoppaði út úr vagnin- um og bar heim að kotinu tvær hækjur ljett- ar og sterkar og reiddi þær um öxl eins og

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.