Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.05.1927, Blaðsíða 9

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.05.1927, Blaðsíða 9
MÁNAÐARBLAfí K. F. U. M. 7 byssu og rjetti þær að frú Hartle (halti drengurinn hjet Hartle) með þessum orð- um: Afi minn biður að heilsa og biður yður að þiggja þessar hækjur handa drengnum yðar, og við vonum að hann verði betrí“. „Jeg sagði að þú bæðir að heilsa“, sagði hann við jarlinn, þegar hann kom aptur út í vagninn; ,,þú sagðir mjer ekki að segja það, en jeg hjelt að þú hefðir ef til vill gleymt því. Var það ekki rjett?“ — Og jarlinn hló aptur og sagði ekki að það hefði verið rangt. — í raun og veru var það svo komið, að þeir tveir urðu samiýmdari dag frá degi,og traust Fauntleroy á veglyndi og dyggðum afa síns óx líka með hverj- um degi. Hann var í engum efa um það, að afi hans værí hinn elskuverðasti og örlátasti allra gamalla göfugmenna. Það var heldui’ ekkert sem hann óskaði sjer eða langaði til, að því væri ekki fullnægt, jafnvel áður en hann Ijet óskir sínar í ljós; það var hlaðið á hann gjöfum og skemmtunum að 'hann átti bágt með að átta sig á öllu, sem hann eignað- ist. Það leit svo út að hann mætti fá allt sem hann vildi, og mætti gjöra allt sem hann langaði til að gjöra. Og þótt þessi uppeldis- aðferð væri ekki sem viturlegust og hefði ekki átt við alla litla drengi, þá virtist hinn ungi lávarður að þola hana undarlega vel. Verið getur, að þrátt fyrír hans ágæta upp- lag hefði hún getað haft spillandi áhrif á hann, hefðu ekki þær stundir, sem hann dvaldi hjá móður sinni í Court Lodge vegið upp á móti þeim. Þessi „bezti vinur“ hans vakti yfir honum með mikilli nákvæmni og ástúð. Þau tvö áttu opt langar samræður, og hann kom aldrei svo aptur til hallarinnar með kossa hennar á kinnum sjer, að hann bæri ekki í hjarta sínu einhver mild og hrein og einföld orð, sem festust í minni hans. Það var að vísu edtt sem var honum mikil ráðgáta, þótt ungur væri. Hann hugsaði um það optar en nokkum grunaði; jafnvel móð- ir hans vissi ekki hve opt hann hafði það í huga ; jarlinum kom lengi vel ekki í hug að hann gjörði það. — En svo skynugum og eptirtektasömum dreng gat ekki dulizt það, að móðir hans og afi hittust aldrei. Hann furðaði sig á því. Þegar jarlsvagninn nam staðar við Court Lodge, steig jarlinn aldrei út og þá sjaldan jarlinn kom í kirkju, var honum lofað að fara og tala við móður sína í forkirkjunni eða hann mátti fylgja henni heim. Og samt voru á hverjum degi send blóm og ávextir úr vemiihúsum hallarinnar. En hið eina sómastrik jarlsins var það sem hann hafði gjört rjett eptir fyrsta sunnudaginn, þegai’ frú Errol hafði gengið heim frá kirkjunni einmana, og það verk lypti jarlinum upp á hæzta tind göfugmennsku í augum Sedriks. Hjer um bil viku seinna, þegar Sedrik ætl- aði að fara að heimsækja móður sína, rakst hann á við hallardyrnar, í staðinn fyrir stóra j arlsvagninn, fallegan lítinn eineykisvag'n með fallegum bleikum hesti fyrir. „Þetta er gjöf frá þjer sjálfum til móður þinnar", sagði jarlinn. Hún getur ekki farið fótgangandi um sveitina. Hún þarf vagn. Maðurinn sem er þama í ökusætinu á að vera ökumaður. Það er gjöf frá þ j e r sjálf- um. Það er engin leið að lýsa gleði Fauntle- roys. Iíann gat varla haldið sjálfum sjer í skefjum, þangað til hann var kominn til Court Lodge. Móðir hans var að safna rós- um úti í garðinum. Hann stökk út úr vagn- inum og þaut til hennar. „Ljúfust!" kallaði hann, „geturðu trúað því ? Þú átt þetta allt saman! Hann segir að það sje gjöf frá mjer. Það er þinn eigin vagn að aka í hvert sem þú vilt“. Hann var svo hamingjusæll, að hún vissi ekki hvað hún átti að segja. Hún gat ekki fengið sig til að spilla gleði hans með því að neita að taka á móti gjöfinni, enda þótt gjöfin kæmi frá þeim manni, sem hafði val- ið sjer það, að telja sig óvin hennar. Hún mátti til að stíga ixm í vagninn með rósir sínar eins og hún stóð og láta aka sjer

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.