Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.05.1927, Blaðsíða 10

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.05.1927, Blaðsíða 10
8 MÁNAÐABBLAÐ K. F. V. M. dálítið um kring, og á leiðinni var Faunt- leroy að segja henni sögur um góðleik og vináttu afa síns. Þær voru sagðar svo sak- leysislega, að hún gat ekki stillt sig um að brosa stundum, en svo dró hún litla dreng- inn inn að sjer og kyssti hann, og var svo glöð í hjarta, af því að drengurinn aðeins sá það sem gott var í fari þess manns, sem átti svo fáa vini. Daginn eptir ritaði Fauntleroy langt brjef til Hr. Hobbs og sýndi afa sínum frum- ritið og bað hann að líta yfir það. „Því að“, sagði hann, „þetta er allt svo óvíst með stafsetninguna. Og ef þú vilt segja mjer villumar, þá ætla jeg að skrifa það upp aptur. Þetta var það, sem skrifað stóð: „Kæri hr. Hobbs mig lángar til að segja þjer um hann afa minn hann er sá besti jarl sem nokru sinni hefur virið til það er mesta vittleisa um jarla að þeir sjeu harð- stjórar hann er als ekki harðstjóri jeg vildi að þú þegtir hann þið munduð verða góðir vinir það er jeg viss um. Hann hefur gigt í fætinum og þjáist miggið en hann er svo þol- inmóður mjer þigir vænna um hann með hverjum deii því einginn gitur stilt sig um að þigja vænt um jarl, sem er eins og hann jeg vildi þú gjætir talað við hann hann veit alt í heiminum en hefur aldrei leigið reita- bolta, hann hefur gefið mjer hest og mömmu minni ljómandi vagn og alskins leikfaung þú mundir verða alveg hissa þjer mundi þigja falleg höllin og listigarðurinn það er svo stór höll að þú mundir villast í henni Wilkins seg- ir mjer Wilkins er hestamaðurinn minn hann seigir að það sjeu niðanjarðarfangilsi í höll- inni allt er svo fallegt í listegarðinum og þú mundir virða hissa. Þar eru stór trji og þar eru dádýr og kanínur og alskonar föglar afi minn er voðaríkur og hann er ekki stoltur og harður eins og þú hjeltst að jarlar væru. Mjer þigir vænt um að vera hjá honum all- ir eru svo kurteisir og góðir og taka ofan fyrir mjer og konumar hneigja seg og seija Guð blessi þig. Jeg ræð nú við hestinn minn og kann að ríða fyrst hossaðist jeg voðalega þegar hesturinn valhoppaði Afi minn ljet fátækan mann vera kyrran þó að hann gæti ekki borgað leiguna og fru Mellon sendi vín og góðgæti handa veiku börnunum hans. Mjer þætti gaman að sjá þeg og jeg vildi óska að Ljúfust mætti búa í höllinni en jeg er glaður þegar jeg sakna hennar ekki of migið og jeg elska afa minn allir gjöra það gerðu svo vel að skrifa mjer aftur þinn ein- lægi gamli vin Sedrik Errol. p. s. Hann er svo góður jarl hann minnir mig á þig hann er uppáhald allra. p. s. Enginn er í neðanjarðar fangelsinu afi minn lætur engan pínast þar“. „Saknarðu móður þinnar mjög mikið?“ spurði jarlinn, er hann var búinn að lesa þetta. „Já“, sagði Fauntleroy. „Jeg sakna hennai’ allan tímann“. Hann gekk að stól afa síns og stóð þar, lagði höndina á knje hans og leit framan í hann. „Þú saknar hennar ekki“, sagði hann. „Jeg þekki hana ekki“, svaraði jarlinn dá- lítið önugur. -----o---- Á Alþjóða íþróttamótið í Kaupmannahöfn í sumar koma menn víða að. Frá Canada er von á 15, frá Japan sömu tölu. Frá Czecko- slovakiu er von á 30 þátttakendum. Finn- land sendir eitthvað um 30. — Fyrir utan beina þátttakendur er von á fjölda gesta frá ýmsum löndum. -----o---- Mánaöarblað K. F. U. M. kemur út einu ginni i mánuði. Kostar 2,50 aur. árg- Upplag 2000 eintök. Afgr. í liúsi K. F. U. M., Amtmannsatig, opin virka daga kl. 12-1 og 6-8. Simi 437. Pósth. 366. Utg. K. F. U. M. Preutsm. Acta.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.