Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.06.1927, Blaðsíða 6

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.06.1927, Blaðsíða 6
4 manaðarblað k f. u. m. því treysta. — Eptir að forspilið er endað, krýpur presturinn til bænar og þá eiga öll hjörtu, sem í kirkjunni eru að beygja sig og biðja með þá hátíðlegu bæn, sem beðin er í kórdyrum. Undir þá bæn á hver einstak- lingur að taka og þess vegna er hún stýluð í fyrstu persónu (jeg er inn kominn o. s. frv.) í eintölu. Þar næst er sunginn bynjun- arsálmurinn og ríður á að allir sjeu hluttak- endur í honum, hvort sem þeir syngja eða ekki. Þess vegna er nauðsynlegt að hver maður hafi sálmabók, ef sjónleysi ekki hindr- ar að lesa í henni jafnframt og sungið er. Að sálminum enduðum snýr presturinn sjer fram og tónar (eða segir): D r o 11 i n n s j e m e ð y ð u r. Það á hver maður per- sónulega að taka til sín og biðja: „Já, Drott- inn vertu með mjer“. í þessu litla ávarpi er svo mikið fólgið, að jeg vildi óska að það væri sagt miklu optar í messunni en það er. — Söfnuðurinn svarar: 0g með þínum a n d a ! Þá bæn fyrir prestinum ættu allir að biðja helzt hátt, eða þá í hljóði: Það er svo mikil styrking fyrir prestinn, sem á nú upp á sjerstakan, hátíðlegan hátt að koma fram fyrir Drottinn allsherjar. — Nú upp- orfar hann söfnuðinn til þess að biðja ásamt sjer og snýr sjer að atlarinu og tónar kol- lektuna, sem við á í hvert skipti, Sá, sem ekki biður þá bæn með, fer á mis við mikla blessun og líkist hinum dauðu hlutum, stoð- um og stólum, sem í kirkjunni eru. Eptir að presturinn og söfnuðurinn hefur þannig búið sig undir með hinni sameiginlegu bæn, fram- fiytur presturinn til safnaðarins orð post- ulanna, máttarstólpa kirkjunnar, sem söfn- uðurinn meðtekur með sijerlegri virðingu standandi, eins og boðskap frá hinum heilögu mönnum sjálfum. — Síðan er sunginn sálm- ur, sem á að undirbúa hjörtun undir næsta höfuð-atriði messunnar, guðspjallið. Það er eðlilegt að það atriði sje byrjað með ám- unarbænum prests og safnaðar, svo að menn fmni enn betur til nálægðar hins lifanda Guðs. — Þá skýrir presturinn söfnuðinum frá, hvaðan guðspjallið sje tekið, og í gleði- fullri eptirvæntingu lyptir söfnuðurinn upp lofgjörðarsöng sínum: Guði sje lof og dýrð fyrir sinn gleðilegan boð- s k a p. Fallegast væri að menn stæðu upp um leið og syngju lofsönginn standandi, og undarlegt er að ekki allir, sem sungið geta, skuli syngja þessa fögru og upplyptandi lof- gjörð með. Og svo kemur sjálft guð- s p j a 11 i ð; þá er eins og Jesús Kristur tali til vor og þá ætti lotningin að vera dýps'c og innilegust, því þetta er hæsta stig mess- unnar, þegar ekki fer fram sakramenti í henni. — Eptir að sálmur hefur verið sung- inn stígur presturinn í stólinn og heldur ræðu sína. Hijer skal ekki að þessu sinni fjöl- yrt um það atriði að eins bent á að prests- crðið megi allir dæma, en guðsorðið í pistli, guðspjalli eða teksta lýtur ekki dómi nokk- urs manns; það orð er hafið upp yfir dóms- vald manna, heilagt og himneskt að full- komnum myndugleika frá Guði. — í sjálfri ræðunni er presturinn sem hver annar mað- ur með sínar gáfur og takmarkanir, sína stefnu og skoðanir og verður það allt að dæmast eptir guðsorðinu sjálfu í ljósi þeirr- ar kirkju, sem menn tilheyra. Um atriði messunnar eptir prjedikun er líkt að segja og um fyrri hlutann. Aðeins ber að minnast á tvö atriði, sem eru mjög mikilsvarðandi. Það er blessunin og útgöngu- bænin. 1 blessuninni er fólginn mikill náðar- kraptur handa hverjum sem meðtekur hann í trú og tileinkar sjer hann. Blessunin er fyrirskipuð af Drottni sjálfum og fylgir fyrirheit með. í margar, margar aldir hefur þessi blessun verið lögð yfir Guðs söfnuð bæði undir gamla og nýja sáttmálanum og nafn Drottins svífur yfir söfnuðinn í helgi- dóminum á blessunarinnar heilögu stund. Sá sem þannig eða á líkan hátt kemur og tilbiður Drottinn í bæn og söng og tileink- ar sjer orð hans og meðtekur blessun hans, 1‘er „uppbygður“ heim og hresstur í anda,

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.