Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1927, Blaðsíða 4

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1927, Blaðsíða 4
2 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. Alþjóðaíþróttamót K. F. U. M. var haldið eins og til stóð í Kaupmannahöfn, dagana 10.—17. júlí. — Það er víst óhætt að segja að það heppnaðist vel. Þátt í því tóku 17 þjóðir. Sunnudaginn 10. Júlí byrjaði mótið með hátíðahaldi. Var gengið inn á svæðið eptir þjóðum og var til þess tekið, hve fögur sú fylking var. íþróttaflokkur K. F. U. M. Islands vakti eftirtekt og íslenzki fáninn komst inn í meðvitund margra, sem áður vissu varla, hvernig hann er. Síðan stóðu íþróttamótin látlaust yfir á hverjum degi. Veðrið ljek við menn, sólskin og blíða alla dagana. Hitinn var nokkuð mikill, en loptið var hreint og mikið til ryklaust, því góðar rigningardembur komu á næturnar og morgnana, en aldrei meðan á sjálfum íþrótt- unum stóð. Islenzki flokkurinn gat sjer góð- an orðstír og fjekk góð ummæli í blöðunum og, það sem var ennþá betra, vann sjer hylli og velvild margra tnanna raeðal hinna ýmsu þjóða. — Hvaðanæfa heyrðist velvildarfult lof um framkomu þeirra og þátttöku, og, er menn heyrðu um kringum- stæðurnar og hve stutt- an tíma þeir hefðu haft til undirbúnings og æf- inga, þótti það mikil furða að þeim hefði tekist, svo vel. Það voru margir bæði Danir og aðrir, sem sögðu að cf litið væri til hlutfalla landanna, væri lsland mjög fram- arlega að mannvali mótsins. Orð var líka gjört á því, hve flokkurinn væri prúður og sómdi sjer vel að útliti og framgöngu. Það er enginn efi á því að hann varð bæði Is- landi og K. F. U. M. til sóma, og að nafn Islands er kunnugra orðið en áður. Eiga hinir ungu menn mikinn heiður skilið fyrir förina. Það virtist vera lítt hugsaniegt, er litið var til fjölda keppinautanna, að Island kæmist með í úrslitin eða fengi verðlaun, en hvort- tveggja varð. Einn dag kom hans Ilátign, konungurinn, að heilsa íþróttastefnunni; var þá öllu liðinu raðað upp eins og til inngöngunnar. Þegar konungur heilsaði íslenzka flokknum ljet hann Garðar Gíslanon (með fánannf, Helgi Eiríksson, Asgeir Einarsson, Ingólfur Guðmundsson, fíjörgvin Magnússon, Jón Iíaldal, Jón Pálsson, Geir Glgja. Sá er fremstur gengur með nafnspjaldið er Dani.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.