Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1927, Blaðsíða 6

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1927, Blaðsíða 6
4 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. beztu þakkir sínar öllum þeiru, sem studdu að þessu, þeim, sem styrktu oss með fjárfram- lagi og annari velvild, nefndinni, sem ann- aðist fjársöfnunina, Iþróttasambandi Islands, Karlakóri K. F. U. M., Eimskipafjel. Björg- vinar, er gaf oss góða ívilnun í fargjaldinu til Noregs, K. F. U. M. i Danmörku og síð- ast, en ekki sizt, hinum ungu íþróttamönnum sjálfum, sem með áhuga og dugnaði ruddu sjer braut til sóma fyrir málefni vort og þjóð. Að þessu sinni verður ekki nefnt fleira, en með haustinu mun koma ítarlegri skýrsla og frásögn fararinnar og saga íþróttamótsins í einstökum atriðum, og nöfn þá ekki spöruð eins og í þessari grein. Þangað til verða menn að láta sjer nægja þetta. Skeiðhlaupið. Hebr. 12, 1-2. Það var i mörgu lærdómsríkt að vera við staddur íþróttirnar á Iþróttavellinum (Stadion) i Kaupmannahöfn. Þar voru hinar mörgu þjóðir, sem áttu að keppa saman. Og hring- inn í kring í hækkandi röðum sátu eða stóðu áhorfendur hundruðum saman og fylgdu með athygli því sem fram fór. En sjerstaklega var athyglin stór, þegar hlaupararnir þustu fram. Áhorfendur fylgdu hverri hreyflngu hinna fráu ungu manna, Áfram brunuðu þeir i fullum æskukrapti sínum, og höfðu hugann að vísu einbeittan að markinu, en vissu þó að augu manngrúans hvíldu á þeim, að þeir voru umkringdir af fjölda votta. Fyrir aug- um hinna hlaupandi ungu manna býst jeg við að manngrúinn hafl runnið saman í nokkurs konar ský, þar sem hver einstakur hvarf eins og dropi í skýinu; en þeir vissu að hver hreyfing þeirra var athuguð; og þessi meðvitund gaf þeim aukinn krapt og áræði. — Þeir vissu iivílik sælustund það yrði, er þeir næðu markinu með sæmd. Það minnti mann á þessi alþekktu orð Hebrea- brjefsins:„Með því aðþjereruðum- kringdir af slíkum fjölda votta, þá afleggið alla byrði og viðloðandi synd og rennið þolgóðir það skeið sem yður er fyrir settu. Fjöldi vottanna var þar. Hinir ungu kapphlaupamenn, stóðu viðbúnir að skunda af stað, er merkið var gefið. Þeir höfðu kast- að af sjer öllu því, sem gæti hindrað þá á leiðinni. Yfirhafnir, viðhafnarklæði, hin dag- legu föt, öllu var því burt snarað, svo að ekkert gæti hindrað þá á rósinni. Og svo flugu þeir fram með allan hugann á mark- inu, ljettir á sjer, bráðsólgnir í að koma sem fyrst og verða til þess að slíta snúruna, sem var þvert yfir skeiðbrautina. Og allt af var það einn, sem hlutskarpastur vaið, Svona á það að vera á hinum ennþá stærri skeið- velli lífsins. Þannig á það að vera fyrir sjer- hverjum kristnum manni. Þannig eiga þeir að hlaupa með markið glöggt í huga og hjarta; og markið er .Jesús Kristur. Þess vegna segir guðsorðið: Beinið sjónum yðar á hann sem er höfundur og fullkomnari trúarinnar. Án þess að hafa markið i huga gagnar ekki að hlaupa. Án þess að beina sjónum vorum til Jesú rennum vjer, lifum vjer til ónýtis. Hann er hið eina mark, sem fullkomlega er vert að keppa að. En til þes8 að geta hlaupið ljettilega, með ein- beitni og von um góðan árangur, þurfum vjer, alveg eins og íþróttamennirnir, að afleggja allt, sem hindrar oss í hlaupinu, sjerhverja byrði og viðloðandi synd. Vjer verðum að leggja niður allt það, sem dregur úr kröpt,- um vorum svo að gjörvallur andi vor, sál og líkami geti helgast algjörlega. Og svo verðum vjer að hafa hugfast að i kring um os8 er fjöldi vitna, allir þeir, sem þekkja oss og kynnast oss; allir þeir, sem hafatækifæri til að komast að raun um hvort kristindóm- ur vor er egta og ósvikinn, hvort líf vort samsvarar játningu vorri, og hvort vjer hlaupum á skeiðvellinum með allskonar byrð- ar og bagga, sem vjer viljum ekki við oss skilja. — En ef vjer höfum hlaupið eptir lögum hinnar andlegu listar, eptir fyrirmæl- um guðs orðs, þá kemur sú stund, að vjer

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.