Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1927, Blaðsíða 8

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1927, Blaðsíða 8
6 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. inum fyrir framan arinn og var að lesa í bók, og bjarminn af eldinum skein á hið unga, bjai'ta höfuð, þá kom ljómi í augu jarlsins og ljettur roði rann yfir hinar hrukkóttu kinnar. „Það verður maður úr drengnum“, sagði hann við sjálfan sig. En hann talaði aldrei um tilfinningar sínar við aðra, eða þær mætur, sem hann hafði á hon- um. Þegar hann talaði um hann við aðra, var það allt af í hálfkæruleysisróm og með þur- legu brosi. En Sedrik fann fljótt að afi hans elskaði hann, og hann vildi allt af vera nálægt afa sínum, við stólinn hans í bóka- salum, beint á móti honum við borðið eða við hlið hans, er þeir riðu út eða gengu sjer til gamans á hjallanum fyrir framan höllina. „Manstu“, sagði Sedrik einu sinni, þegar hann lá á feldinum og leit upp úr bók sinni, „manstu, hvað jeg sagði við þig fyrsta kvöldið um það að við yrðum víst miklir mátar? Jeg held að engir geti verið betri vinir, en við erum“. „Við erum heldur góðir vinir, það er áreiðanlegt“, svaraði jarlinn. „Komdu hing- að!“ Fauntleroy stökk upp og kom til hans. „Er nokkuð sem þig langar til ?“ spurði jarlinn. „Er nokkuð sem þú saknar?“ Litli drengurinn leit stórum löngunarfull- um augum á afa sinn. „Það er aðeins eitt“, svaraði hann . „Hvað er það?“ sagði jarlinn. Fauntleroy þagði augnablik. Hann hafði velt þessu fyrir sjer langa lengi. „Hvað er það?“ sagði jarlinn aptur. Fauntleroy svaraði: „Já, jeg sakna mömmu“. Jarlinn hálf hrökk við. „Þú sjer hana nærri því á hverjum degi“, sagði hann; „er það ekki nóg?“ „Jeg var vanur að sjá hana allt af“, sagði Fauntleroy. „Hún var vön að kyssa mig, þegar jeg fór að sofa á kvöldin, og á morgn- ana var hún allt af við höndina, og gátum allt af talað saman án þess að bíða með það“. Þeir horfðust í augu, — ellin og bernsk- an, eitt augnablik þegjandi. Svo hnyklaði jarlinn brýrnar. „Gleymirðu mömmu þinni aldrei?“ sagði hann. „Nei“, svaraði Fauntleroy, „aldrei, og hún gieymir mjer aldrei. Jeg mundi aldrei gleyma þjer, þó að jeg væri ekki hjá þjer. Jeg mundi hugsa um þig ennþá meira af því“. „Satt að segja; jeg held að þú mundir gjöra það“, sagði jarlinn eptir litla þögn. „Hann fjekk allt af eins og sting í hjart- að, þegar drenguririn talaði um mömmu sína, og því meir nú, er honurn var farið að þykja svo vænt um drenginn. En það átti ekki á löngu að líða, þangað til hann varð að reyna aðra hjartastingi, og það svo sára, að hann gleymdi á þeim tíma, að hann hefði nokkru sinni haft óbeit á tengdadóttur sinni. Og það kom svo óvænt og undarlega. Eitt kvöld, rjett áður en að búið var að fullgjöra verkið í „Jarlshverfi“, var haldin stór veitsla á Dorincourt. Slíkt veitsluhald hafði ekki farið fram í höllinni langa lengi. Nokkrum dögum áður en hún var haldin, komu þau Sir Harry Lorridaile og Lafði Lorridaile, einkasystir jai'lsins, í heimsókn. Lafði Lorridaile hafði að eins einu sinni komið til Dorincourt, síðan hún giptist fyrir 35 ái’um síðan. Iiún var tíguleg og væn kona að framgöngu og yfirlitum og mesta val- kvendi; henni hafði ekki fi'emur en öðruni líkað ráðlag' bróður síns, og hafði hún aldrei verið hrædd við að segja honum til syndanna upp í opið geðið, því hún var viljasterk og einbeitt. Hafði af því gjörzt sundui'lyndi mikið milli systkinanna, og höfðu þau því í íjöldamörg ár enga umgengni haft hvoi’t við annað. llún hafði heyrt mikið um hann, sem ekki var sjerlega skemmtilegt. Hún hafði heyrt, að hann hefði vanrækt konu sína og gjört henni lífið leitt; hún hafði heyxd um dauða liennar og um afskiptaleysi af hinum móður- lausu sonum sínum. Hún þekkti nokkuð af þeim sögum, er gengu um tvo eldri synina,

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.