Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1927, Blaðsíða 10

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1927, Blaðsíða 10
8 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. Jarlshverfi og margt annað, svo að hana tók að langa til að sjá litla snáðann. Og einmitt um þær mundir, þegar hún var að velta fyrir sjer, hvemig hún ætti að fara að því, fjekk hún sjer til mikillar undrunar brjef frá bróður sínum, þar sem hann bauð henni ásamt manni hennar til sín á Dorincourt. „Þetta er næstum því ótrúlegt", sagði hún. „Jeg hef heyrt sagt að barnið hafi þeg- ar gj ört hreinasta undraverk og jeg fer nú að halda að eitthvað sje til í því. Það er sagt að bróðir minn hafi svo miklar mætur á drengnum, að hann meigi varla af honum líta, og að hann sje mjög hreykinn af hon- um. Mjer er nær að halda, að hann langi til að sýna okkur hann“. Og boðið var þegið þegar í stað. Þau hjónin komu til Dorincourt-kastala að áliðnum degi; fór því frúin þegar í stað til herbergis síns án þess að hitta bróður sinn. Þegar hún hafði búið sig til miðdegis- verðar, fór hún niður í móttökusalinn. Jarl- inn stóð þar rjett hjá aminum og var bæði hár og tígulegur; við hlið hans stóð lítill drengur í svörtum flauelsfötum með stór- um hvítum kraga úr dýrmætum kniplingum — lítill piltur yndislega fallegur og blómleg- ur í framan; hann leit á hana skærum mó- dökkum augum og upplitið var svo bjart og hreint að nún varð að stilla sig um að láta hátt í ljós ánægju sína og aðdáun, er hún sá hann. Þegar hún svo tók í höndina á jai'linum, nefndi hún hann með því nafni, sem hún hafði aldrei viðhaft síðan hún var ung stúlka í föðurgarði. „Er þetta barnið, Mólyneux?" spurði hún. „Já, Konstantia“, svaraði jarlinn, „þetta er drengurinn. Fauntleroy, þetta er afasyst- ir þín, Lafði Konstantia Lorridaile. „Komdu blessuð og sæl, afasystir!“ sagði Fauntleroy. Lafði Lorridaile lagði höndina á öxlina á drengnum, horfðist í augu við hann í nokkr- ar sekúndur og kyssti hann síðan innilega „Jeg er frænka þín“, sagði hún, og jeg unni mjög pabba þínum og þú ert mjög lík- ur honum“. „Mjer þykir vænt um, þegar mjer er sagt, að jeg sje líkur honum“, svaraði Fauntleroy, „því að mjer finnst að öllum hafi þótt vænt um hann, — alveg eins og mömmu, — frænka mín, (Þessum tveim orðum bætti hann við eptir svo sem sekundu þögn). Frænka hans var mjög glöð og laut nið- ur að honum og kyssti hann aptur, og upp frá því voru þau alúðarvinir. „Jæja, Mólyneux“, sagði hún rjett á eptir við jarlinn, án þess drengurinn heyrði. „Það er varla hægt að hugsa sjer það betra en þetta“. „Jeg er á því líka“, svaraði jarlinn ]?ur- lega. „Ilann er mesti efnispiltur. Við erum miklir vinir. Ilann heldur að jeg sje hinn bljúgasti og bezti mannvinur. Jeg vil játa fyrir þjer, Konstantia, — því þú mundir verða þess vör, þótt jeg' segði þjer það ekki, — að það liggur víst við að jeg geri mig að flóni hans vegna“. „Ilvaða álit hefur móðir hans á þjer?“ spurði frúin með sinni vanalegu hreinskilni. „Jeg hef ekki spurt hana um það“, sagði jarlinn og hnyklaði brýnnar dálítið. „Jæja“, sagði lafði Lorridaile, „jeg skal þegar í stað vera hreinskilin við þig, Mó- lyneux og segja þjer, að mjer líkar alls ekki sú ráðstöfun,semþú hefur gjört, og að það er ætlun mín að heimsækja frú Erról undir eins og jeg get; svo að ef þú vilt ýfast út af því, þá er bezt að segja það undir eins. Það sem jeg' heyri um hina ungu konu, færir mjer heim sanninn um að drengurinn á henni allt að þakka. Alla leið til Lorndaile höfum við frjett að hinir fátæku meðal landseta þinna dáist að henni“. Mánaðarblaö K. F. U. M. kemur út einu sinni í mánuði. Kostar 2,50 aur. árg Upplag 2000 eintök. Afgr. i liúsi K. F. U. M., Amtrnannsstig, opin virka daga kl. 12-1 og 5-7. Simi 437. Pósth. 366. Utg. K. F. U. M. Prentsm. Acta.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.