Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.09.1927, Blaðsíða 6

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.09.1927, Blaðsíða 6
4 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. eða leggi ekki nægilegt kapp á að höndla eitt eða annað og af þeim orsökum tapi þeir svo mörgu og miklu góðu, sem hefði getað orðið þeim til gagns og gæfu í lífinu. Siáum vjer þess ekki mörg dæmi? Margt af því, sem byrjað var, gaf góðar vonir í upphafi, en hjaðnaði svo niður smátt og smátt og varð að engu, af því að þolgæði, einbeitni og kærleika til málefnisins skorti. Viljinn sljófgast og áhuginn dofnar og allt verður að engu, eða flýtur áfram í sinnu- leysi og án framfara. Þannig fer einnig opt um samlíf mannanna. Hversu margt gott og gæfusamt heimilislíf hefur ekki lagst í auðn, vegna þess að ekki var hlúð nægilega að sameiginlegum kærleika og trausti. Ótrygð, eyðslusemi, kaldlyndi og gremja fjekk yfir- höndina og afleiðingin varð svo glötun alls hins bezta, sem hjörtun og heimilin áttu. Hvernig getur nú annað eins og þetta átt sjer stað? Hvar er hægt að finna hið tap- aða eða að koma í veg fyrir að slík dýrmæti glatist ? Ef vjer viljum fá svar við þessum alvar- legu spurningum, þá getum vjer hvergi leitað Jjeirra nema í bók bókanna. Þessi efnisríka bók, sem svo að segja rúmar himin og jörð, líf og dauða, Guð og menn, hún getur gefið oss svarið sem vjer þörfnumst. Svarið er þar líka skýrt og skorinort: „Leitið f y r s t Guðs ríkis og rjettlætis hans, þá mun allt, þetta veitast yður að auki“. L e i t i ð f yrst ! Ætli að það sje nú ekki aðalatrið- ið? Fyrst af öllu skulum vjer leita Guðs, svo kemur allt hitt á eptir. í hvert skipti er vjer byrjum nýjan dag, í hvert sinn er vjer hefjum starf vort, stöndum vjer við skipti- mót í lífi voru. Ilvort sem vjer erum stadd- ir í freistingum eða hættum, sjúkdómum eða neyð, so"g eða gleði, þá eigum vjer að leita Drottirs fyrst og biðja um aðstoð hans. En hverm'g er því optast varið? Mönnun- um hættir til að leita fyrst alls annars og svo ef þae allt bregst og þeir eru ráðþrota, þá leita þeir loksins til Guðs. Þá er það reynt sem síðasta örþrifaráðið. Jeg undrast opt, hve mennirnir tapa miklu, segir Ruskin og það er sannleikur fólginn í því. Þeir hirða ekki um að nota þá hjálp og þau gæði, sem þeim stendur til Loða, ef þeir aðeins vilja leita þess með bæn- inni til Guðs; þess vegna fer svo opt eins og fer fyrir þeim. Það er fullkomin sann- færing mín og vissa að örlög og æfikjör margra manna hefðu orðið og yrðu allt önn- ur, ef þeir færu að ráði biblíunnar: L e i t i ð fyrst Guðs ríkis! Ekkert er Guði ómáttugt, og e n g i n n getur verið án lúessunar hans. En skilyrðið er, að Guð skuli vera aðalatriðið fyrir oss. Hjá honum á inngangur og upphaf alls að hefjast. Hið fyrsta sem vjer gjörum á að vera að leita til hans. Opt koma þau atvik fyrir í lífi manna að þeim er nauðsynlegt að tryggja líf sitt á einn eða annan hátt áður en þeir taka til starfa. Kafarinn verður að klæðast kafarabúningnum áður en hann fer niður í djúpið. Þeir, sem fara í stríð verða að vera vel búnir að vopnum og klæðum. Þegar vjer nú göngum út í lífið, þessa hættulegu og villugjörnu leið frá vöggunni til grafarinn- ar, þá verðum vjer að tryggja oss hjálpina þar, sem hana er að fá. Lífstaflið færir hverj- um af oss annaðhvort tap eða ávinning. En höfum vjer þá efni á að! ganga framhjá þeim vogi, sem veitir oss sigurinn? Nei, leitum h a n s f y r s t og þá skal allt annað veitast oss að auki! (Þýtt. S.). ----o---- Nákvæmni Jóhannesar. Efagjarnir biblíuskýrendur hafa lagt mik- ið kapp á að reyna að sanna að Jóhannesar guðspjall væri ekki skrifað af Jóhannesi postula, heldur af einhverjum öðrum, löngu seinna. Þeir telja það því ósannsögulegt og óáreiðanlegt rit.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.