Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.09.1927, Blaðsíða 7

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.09.1927, Blaðsíða 7
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 5 Trúaðir biblíuskýrendur eru á g-agnstæðri skoðun um þetta og skulu hjer tilfærð nokk- ur dæmi, er þeir telja sanna að Jóhannes postuli og enginn annar geti hafa skrifað guðspjallið. Jóhannes postuli var yfirlætislaus og auð- mjúkur maður. Þess vegna nefnir hann aldrei nafn sitt í guðspjallinu. En þegar óhjákvæmilegt er að geta um það, er hann hefir sjálfur sagt eða gert, þá talar hann um „annan lærisvein“ eða „lærisveininn, sem Jesús elskaði“. Þetta er mjög eftirtektar- vert, einkum þegar þess er gætt að hin guð- spjöllin nefna nafn Jóhannesar opt og inörgum sinnum. Þegar sagt er frá því í Jóhannesar guð- spjalli, er Símon Pjetur og Jóhannes hafi ívlgt Jesú inn í höll æðsta prestsins, þá segir hann: Símon Pjetur og „annar lærisveinn“. „En sá lærisveinn var kunnugur æðsta prestinum", bætir hann við. Þessi kunningsskapur Jóhannesar við æðstaprestinn kemur svo víða fram í guð- spjallinu og sjest glögt á því að hann skýrir nákvæmar frá mörgu en hinir guðspjalla- mennirnir, sem ekki voru kunnugir æðsta prestinum eða í höll hans. Til dæmis skýra allir guðspjallamennimir frá því að Pjetur hafi höggvið eyrað af ein- um þjóni æðstaprestsins. En Jóhannes einn segir nafn hans. Hann veit að þjónninn heit- ir Malkus, af því að hann er kunnugur æðsta prestinum og veit hvað þjónar hans heita. Enginn guðspjallamannanna segir nafn æðstaprestsins nema Jóhannes; af því að l'.ann var svo kunnugur honum, var honum tamt að nefna hann með nafni. Jóhannes getur þess einn, að Annas æðstiprestur var tcngdafaðir Kaifasar. Hann var svo kunn- ugur æðstaprestinum, að hann þekkti tengdir hans. Jóhannesi er leyft að ganga inn óhindrað í höll æðstaprestsins, en Pjetur er látinn bíða fyrir utan þangað til að Jóhannes hef- ur fengið leyfi dyravarðarins til þess að leiða Pjetur inn. Þar naut Pjetur kunnug- leika Jóhannesar í höllinni. Guðspjallamennirnir segja allir frá spurn- ingunum, sem beint var til Pjeturs um það, hvort hann væri ekki lærisveinn Jesú frá Nasaret, en Jóhannes einn segir svo nákvæm- lega frá, að hann getur þess að hinn síðasti sem spurði, hafi verið þjónn æðstaprestsins og segir jafnframt frá því, að hann hafi verið frændi Malkusar, sem Pjetur hjó eyr- að af. Jóhannes var svo kunnugur þama, að hann þekti ekki einungis þjónana heldur og ætterni þeirra. Jóhannesarguðspjall eitt getur þess, að prestarnir vildu ekki ganga í höll landshöfð- ingjans „til þess að þeir saurguðust ekki, heldur mættu neyta páskalambsins“. Jó- hannes er svo kunnugur þessu og nákvæm- ur, að honum nægir ekki að segja frá athöfn- um prestanna, heldur segir hann líka hverj- ar voru orsakir þeirra. Jóhannesarguðspjall eitt segir frá Nikó- demusi. Hans er getið þrisvar og sagt að hann sje „ráðherra meðal Gyðinga“, „af fiokki Fariseanna“ og einn í ráði þeirra. Nikódemus hefur því verið handgenginn æðsta prestinum og Jóhannes þekkt hann svona vel vegna kunnugleika síns við æðsta prestinn. Jóhannesarguðspjall er hið eina af guð- spjöllunum, sem lýsir einkafundum æðstu prestanna. Það bendir ótvírætt til þess að höfundur þess hafi verið kunnugri þeim en hinir guðspjallamennirnir, eins og hann seg'- ir sjálfur. Þetta, sem nú hefir verið talið og margt fleira í guðspjallinu sannar, að það hlýtur að hafa verið skrifað af Jóhannesi postula sjálfum, eða eftir frásögn hans. Þegar vjer lesum Jóhannesarguðspjall með nákvæmri athygli, þá finnum vjer þess alls- staðar merki, að það hlýtur að vera sjónar- og heyrnarvottur, sem segir frá. S.n. ----O*---

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.