Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.09.1927, Blaðsíða 9

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.09.1927, Blaðsíða 9
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 7 LJTLÍ LÁVARÐURINN EPTIR F. H. BURNETT „Þeir dást að h o n u m“, sagði jarlinn og leit þangað, sem Fauntleroy stóð. „Hvað frú Erról viðkemur mun þjer finnast að hún sje fremur falleg kona. Jeg er í talsverðri skuld við hana fyrir það, að drengurinn iiefur nokkuð af vænleika sínum frá henni, og þú mátt heimsækja hana, ef þú vilt. Það einasta sem jeg set upp er það, að hún láti sier nægja að dvelja á Court Lodge, og að þú biðjir mig ekki um að fara. að heimsækja hana“. Og jarlinn hnyklaði brýnnar svolítið aptur. „En hann hatar hana ekki eins og hann gjörði áður, það er jeg búinn að sjá“, sagði. frúin seinna við mann sinn. „Og hann er tdluvert orðinn breyttur, og, þótt ótrúlegt vjrðist, Harry, þá held jeg að hann sje að verða almennilegur maður, aðeins af því að honum þykir svo vænt um þenna litla sak- lausa og ástúðlega dreng. Já, meir að segja barnið elskar hann í raun og veru, hallar sjer upp að stólnum hans og leggur höndina á hnjeð á honum. Hans eigin börn hefðu alveg eins viljað hreiðra sig upp að tígrisdýri“. Undir eins daginn eptir fór hún að heim- sækja frú Erról. Þegar hún kom aptur sagði hún við bróður sinn: „Mólineux, hún er einhver hin elskuverð- asta kona, sem jeg hef nokkurntíma sjeð. Hin skæra og þýða rödd, og þú átt henni að þakka að drengurinn er það sem hann er. Hún hefur gefið honum meira en fríðleikann einan; þú breytir óhyggilega að reyna ekki til að telja hana á að koma og annast um þig lílca. Jeg skal bjóða henni til mín til Lorri- daile“. „Iiún mun ekki fást til að fara frá dregn- um“, svaraði jarlinn. „Jeg verð þá að fá drenginn líka“, sagði frúin hlæjandi. En hún vissi vel að hún fengi ekki dreng- inn með sjer. Hún sá betur og betur með hverjum degi, hve samgrónir þeir voru orðnir; hún sá hvernig allur metnaður, á- stúð og vonir gamla mannsins lutu að drengnum og hún sá líka að hið saklausa og ástúðarríka hjarta drengsins bar hið full- komnasta traust og trú til afa síns aptur á móti. Hún vissi líka að frumástæðan til að halda þessu veizlu var sprottinn af hinni leyni'legu longun jarlsins eptir að sýna heiminum sonarson sinn og erfingja og að láta menn sjá að drengurinn, sem svo mikið hafði ver- io talað um væri ennþá betra mannsefni en orðrómurinn hafði gjört úr honum. „Bevis og Maurice voru honum til svo mikillar skapraunar og vonbrigða“, sagði hún við mann sinn. „Allir vissu það. Hann hataði þá í raun og veru. Hjer nær metn- aður hans sjer að fullu niðri“. Hætt er við að öllum þeim, sem boðið þáðu, hafi leikið forvitni á að sjá lilta lá- varðinn og' hafi fýst að vita, hvort hann yrði til sýnis. Og þegar tíminn kom, var hann til sýnis. „Drengurinn kann sig vel“, sagði jarlinn, „hann verður víst engum til ama. Börn eru vanalega kjánar eða leiðindaskepnur — mín börn voru hvorttveggja — en hann getur í raun og veru svarað, er á hann er yrt og þagað þegar svo er ekki. Hann er aldrei framihleypinn“. En honum var ekki leyft að þegja rjett lengi. Allir þurftu að segja eitthvað við hann. Það var auðsætt að alla langaði til að heyra, hvernig hann svaraði fyrir sig. Kon- urnar sýndu honum dálæti og lögðu fyrir hann spurningar, og karlmennirnir lögðu líka fyrir hann spurningar og höfðu gaman að svörum hans, alveg eins og mennirnir á skipinu á leiðinni til Englands. Fauntleroy litla var ekki alveg ljóst hversvegna þeir hlógu stundum svo dátt, þegar hann svaraði þeim, en hann var svo vanur við að sjá að mönnurn var skemmt, þegar hann talaði í al-

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.