Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.09.1927, Blaðsíða 10

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.09.1927, Blaðsíða 10
8 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. vöru, að hann firrtist ekki við það. Honum fannst allt kvöldið svo yndislegt. Hinir mikil- fengu salir voru svo vel uppljómaðir og' skreyttir með ljósum og blómum; menn voru svo glaðværir, konumar voru í svo fallegum viðhafnarklæðum, skreyttar tihdrandi gim- steinum í höfuðdjásnum og hálsfestum, svo að allsstaðar var fagurt að líta. Þar var hefðarmær ein, sem hann heyrði sagt að hefði komið frá Lundúnum. Og hún bauð af sjer slíkan yndisþokka, að honum varð starsýnt á hana og gat varla litið af henni augunum. Hún var fremur há vexti og tíguleg í framgöngu, bar höfuðið hátt; hún var mjúkhærð og dökkhærð; augun voru dimmblá að lit, og með rósaroða á vörum og vöngum. Hún var í fannhvítum silkikjól og hafði skínandi perlur um hálsinn. Eitt þótti honum furðulegt við þessa hefðarmær. Það stóðu svo margir tignarmenn í kringum hana og virtust allir vilja vera henni að skapi, svo að Fauntleroy hjelt að hún hlyti að vera af konunglegu bergi brotin. Hann var svo hugfanginn af henni að hann þokað- ist nær og nær án þess að vita af því sjálf- ur. Að síðustu sneri hún sjer að honum og talaði við hann. „Komdu hingað, Fauntleroy lávarður“, sagði hún brosandi, ,,og segðu mjer af hverju þú horfir svona á mig“. „Jeg var að hugsa um, hvað þú ert falleg", svaraði litli lávarðurinn. Þá hlógu allir herrarnir hátt, og unga hefðarmærin hló líka, en rósarroðinn í kinn- unum varð en bjartari. „Ó, Fauntleroy", sagði einn af gestunum, sem hlegið hafði einn hjartanlegast. „Not- aðu tímann sem bezt þú getur, því þegar þú verður eldri, muntu ekki þora að segja slíkt“. „En enginn getur stillt sig um að segja þetta“, svaraði Fauntleroy blátt áfram. Get- ið þjer stillt yður um það. Finnst yður ekki að hún sje falleg?“ „Við megum ekki allt af segja það, sem við hugsum“, sagði aðalsmaðurinn, en hinir hlógu æ því dárra. En unga fallega mærin, sem hjet ungfrú Vivian Herbert, rjetti út hendina og dró Sedrik að sjer og var hún fegurri að sjá en áður, ef hægt hefði verið á það að bæta. „Fauntleroy lávarður má segja allt sem honum býr í brjósti, sagði hún, „og jeg er honum þakklát, því jeg er viss um að hon- um finnst það sem hann segir“. Og hún kyssti hann á kinnina. „Mjer finst þú vera fallegri en allar aðrar, sem jeg hef sjeð“, sagði hann og horfði á hana með aðdáunaraugum, „nema Ljúfust, því.mjer finnst hún fallegust allra í heimi!“ „Jeg er viss um að hún er það“, sagði ungfrú Vivian Herbert, og kyssti hann aptur brosandi á kinnina. Hún hjelt honum hjá sjer lengi um kvöld- i} og hópurinn í kringum hana var mjög glaðvær. Hann vissi ekki, hvemig það kom til, en það leið ekki á löngu áður en hann var farinn að segja þeim frá Ameríku og frá hr. Hobbs og Dikk, og loks dró hann upp úr vasa sínum skilnaðargjöf Dikks, rauða vasa- klútinn. „Jeg stakk honum í vasa minn í kvöld, af því nú er veizla", sagði hann, „af því jeg hjelt, að Dikk mundi vilja að jeg hefði hann i veizlu“. Og þótt þessi stóri, rauði og misliti feldur væri ekki alveg eptir tízkunni, þá komu menn sjer einhvernveginn ekki að, að hlæja, því svo mikil alvara og ástúð lýsti sjer í augnaráði hans. „Þið sjáið að mjer þykir vænt um hann“, sagði hann, „af því Dikk er vinur minn“. ---------------------o---- Mánaðarblab K. F. U. M. kemur út einu sinni í mánuði. Kostar 2,50 aur. Arg. Uppiag 2000 eintök. Afgr. i húsi K. F. U. M., Amtmannsstig, opin virka daga kl. 12-1 og 5-7. Simi 437. Pósth. 366. Utg. K. F. U. M. Prentsm. Acta.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.