Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.10.1927, Blaðsíða 5

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.10.1927, Blaðsíða 5
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 3 öllum álfum heims. — Hjer skal nefnt eitt dæmi starfsaðferðar hans: í Tokio í Japan hjelt hann guðsþjónustu í stórri kirkju. Þar voru um 1500 manns, alt æskulýður, ment- aðir menn, karlar og konur. í hálfan annan tíma talaði hann um tign og mátt Jesú Krists. Að ræðunni lokinni kvaðst hann vera fús til þess að tala við þá, sem vildu kynnast Kristi, og tileinka sjer þá trú, sem veitir sigur. Helmingur áheyrenda varð eftir. Nú talaði hann á ný til þeirra. Spurði hann þá: ,,Eru hjer nokkrir, sem vilja verða kristnir?" Stóðu þá um 100 upp. Voru skráð nöfn þeirra og heimili, og nafnalistinn afhentur presti kirkjunnar. Og allir þessir menn komu á næstu guðsþjónustu, og nokkr- ir bættust við. Á eftir samkomunni talar Mott við þá, er þess æskja, og verður þá opt að vaka langt fram á nótt. En hann telur áreynsluna sjálf- sagða. Hann segir: „Til þess að geta hjálp- að öðrum, verður maður að vera fús til þess að fórna einhverju af sínum eigin lífskrafti“. Það var á þessari ferð hans í Japan, að rúmlega 1000 stúdentar lýstu því yfir, að þeir vildu verða kristnir. Fyrir nokkrum árum, er Mott var á ferð í Kína, fjekk hann tilmæli um að gerast sendi- herra Bandaríkjanna í hinu nýstofnaða kín- verska lýðveldi. En hann neitaði hinu virðu- iega tilboði, og tók þá ákvörðun að helga líf sitt Kristi algerlega. Þetta hefir hann gjört, og því fylgir starfi hans ómetanleg blessun. Guðs orð og bæn — það eru lindirnar, sem Mott sækir kraft úr. Mott segir í bók einni frá því, hve það hafi gripið hann að siá hina mildu náttúrufegurð á eyjunni Ceylon, og þó hafi það horfið í samanburði við þá fegurð, að sjá stúdentana þar snemma morguns í skógargöngunum með biblíuna, sem þeir voru að lesa í, til þess á þann hátt að búa sig undir daginn. Margar merkar og skýrar bækur hefur hann ritað um kristniboð og meðal þeirra stóra og fróðlega bók um vöxt og eflingu kristindómsins út á við „Strategic points in the World’s conquest". 1 öllum bókum hans er hinn skýri og á- kveðni kristindómur, og eins í öllu, sem hann talar. Hann er allur í hinu veglega starfi. 1 einni starfsskýrslu sinni kemst hann svo að orði: Ef sú stund kæmi, að jeg hefði ekki tækifæri til þess að kynnast persónulega ungum mönnum, sem eiga í baráttu við syndina, og notaði ekki tækifærið til þess að leiða þá til Krists, þá skyldi jeg á sömu stund segja af mjer framkvæmdarstj óra- starfinu“. Það má með sanni segja, að hann notar tækifærin, hann bendir mönnum á fegurð Guðsríkis og segir: „Kom þú og sjá“. Oft mætir hann andmælum, eins og allir sannir stríðsmenn Jesú Krists, en oft hlýt- ur hann viðurkenningu fyrir hið blessunar- ríka starf, og víðsvegar í heiminum er nafn hans nefnt með lotningu og kærleika. Fyrir nokkrum árum var hann á ferð í Miðjarðarhafslöndunum, og heimsótti þá bæi, sem eru miðstöðvar kirkjulífs, menta eða verzlunar. Þetta ferðalag leiddi fyllilega í ljós, að starf K. F. U. M. á stríðstímunum fyrir hermenn, herfanga og flóttamenn hefir opn- að hinu kristilega starfi margar dyr. Tek jeg nokkur orð úr brjefi eins þeirra, er var með í för þessari: „Dr. John Mott og fje- lögum hans hefir verið veitt móttaka með kærleika og lotningu. Hornsteinar voru lagðir að nýjum K. F. U. M. byggingum og blessun þess starfs viðurkend af stjómend- um og yfirvöldum, bæði í Aþenu, Saloniki og víðar. t Saloniki var Mott kjörinn heið- ursborgari bæjarins og bæjarstjómin á- kvað, að ein gata bæjarins skyldi bera nafn hans, og önnur nafn K. F. U. M. Guðsþjón- usta var haldin í Sofíukirkjunni. Meðal við- staddra voru allir bæjarfulltrúamir, ýmsir borgarar, og námsfólk úr öllum skólum á- samt kennurum. Ritúali grísku kirkjunnar var fylgt, og eftir að bænir voru fluttar, kynti erkibiskupinn, dr. Mott söfnuðinum og

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.