Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.10.1927, Blaðsíða 7

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.10.1927, Blaðsíða 7
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 5 þar er stærri um sig- en völlurinn á Dýra- firði og hefur ýmsa kosti fram yfir hann. Að kvöldi hins 15. júní lögðum við af stað i'rá ísafirði og fengum bezta veður alla leið til Siglufjarðar. Snemma næsta morguns komum við þangað og litum hinn nafnkunna bæ. Þar er engin hafskipabryggja og voru menn því fluttir í land á vjelbátum, Þar höfðum við enga æfingu, enda þótt tíminn leyfði, því þar er enginn knatt- spymuvöllur til. Kaupstaðurinn fanst okkur mjög leiðin- legur, en fjallasýnin dásamleg. Á sjóleiðinni frá Siglufirði til Akureyrar var ofurlítil kvika, svo að sumir urðu sjó- veikir, aðrir fundu aðeins til hennar, en flestir voru alveg lausir við hana. Þegar við komum inn á Eyjafjörð, þá lygndi og koro dálítill ýringur úr loftinu. Kiukkan að ganga 9 vorum við komnir alla leið inn til Akureyrar. Þar tóku á móti okkur á bryggjunni formenn knattspyrnu- fjelaganna á Akureyri, Jakob Frímannsson og Steindór Hjaltalín. Gengum við með þeim ásamt fleiri Akureyríngum, inn í Nýja-kvik- rayndahússkaffið og þar var okkur skift niður á heimili bæjarins. Seinna um kvöldið fórum við allir, undir forustu foiTnannanna áðurgreindu, að skoða knattspyrnuvöllinn. Hann er fyrir vestan og ofan Gagnfræða- skólann, afgirtur á alla vegu. Þetta er gras- völlur, en grassvörðurinn er eyddur víða og holóttur. Við norðurenda vallarins, austan- megin við markið, var búið að slá upp palli ailmiklum fyrir hlj ómsveitina þar og var ræðustóll í honum framanverðum. 17. júní. Um morguninn, er við komum á fætur var allur bærinn skreyttur flöggum. Veðrið var allgott, úrkomulítið og vindurinn ekki meiri en það, að úr flöggunum greiddist aðeins við og við. Bæjarbúar þustu út úr hús- um sínum, böm, unglingar og gamalmenni, kiætt sínum beztu klæðum. Það þyrptist saman í miðbænum, þar sem skrúðgangan átti að hefjast. 1 henni tóku þótt mörg fje- lög. Það tók undir í bænum, er hin ferfalda fylking lagði af stað til íþróttavallarins undir hornablæstri. Þegar þangað var komið var fyrst spilað „Ó, Guð vors lands“, og að því loknu setti formaður U. M. F. A., Jakob Frímannsson. niótið og skýrði frá til hvaða fyrirtækis ágóðinn, sem kynni að verða af mótinu, ætti að renna. Einar Olgeirsson talaði fyrir minni Jóns Sigurðssonar, Brynleifur Tobíasson fyrir minni íslands og Jón Sveinsson, bæjarstjóri fyrir minni Akureyrarbæjar. Að ræðuhöldunum loknum hófust svo íþróttimar. Hjer fer á eptir skrá yfir úrslit íþrótta þeirra er fram fóru á mótinu: Boðhlaup. í því keptu sveitir frá U. M. F. A. og Val og sigraði U. M. F. A. með 24Vs sek. Stangarstökk. Friðrik Jesson (Valur)

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.