Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.11.1927, Blaðsíða 5

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.11.1927, Blaðsíða 5
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 3 Alþjóða-bænavika K. F. U. M. 13,— 19. Nóv. 1927- »Oss langar til að sjá Jesúm«, Jóh. 12, 21. Sunnud. 13. Nóv. Vissa Jesú um Guð. Biblíulestur: Jóh. 14. kap. Hið fyrsta, sem vj'er komum auga á hjá Jesú, er hans fullkomna meðvitund um Guð. Vjer verðum varír við það í öllu, sem hann gjörði og sagði. Þar sem hinir mestu menn og hinir heilögustu dýrðlingar voru aðeins á leit eptir Guði, þar er hann í fullkomnu með- vitundarsambandi við hann. Hann þekkir föður sinn nákvæmlega. Hann segir oss hvað Guð hugsar, og frá tilfinningum hans. í ræðum hans og öllum aðferðum er hann allt af að sýna, að vilji og hugsanir Guðs sjeu hinn vafalausi mælikvarði lífsins. Guð er faðir hans og faðir vor; og föður- leikinn eins 0g Jesús hefur útskýrt hann, er dýpra og innihaldsríkara hugtak en svo, að nokkur af oss geti skilið það til fulls. í vissunni um þenna föðurleika hvílist hann skilyrðislaust. Allt bað sem föðurnum þókn- ast er rjett, og það bezta fyrir bam hans. Jesús tók sjer mikinn tíma til bænar, og það er ekki auðvelt fyrir oss synduga menn og konur, að setja oss inn í leyndardóm bæn- arlífs hans. En megum vjer ekki hugsa oss það fremur sem hina innilegustu hugar-um- gengni sonar við föðurinn, en sem bæn í beiðni og óskum? Það er samfjelag sam- starfenda, hið hæsta stig bænarlífsins. Jafn- vel upp í slíkar hæðir leiðir Jesús þá, sem fylgja honum; vissulega ein af hans dýr- mætustu gjöfum til vor. Jesús framsetti kröfur, sem gjörðu agn- dofa af undrun þá, er á hlýddu; svo djarf- tækar voru þær. Hann sagði, að hann og faðirínn væru eitt. Hann sagði þeim, að er þeir sæju hann, sæju þeir föðurinn, samt sagði hann að hann væri „hógvær og auð- mjúkur af hjarta“ og öll framkoma hans bar vott um að hann væri það. Hann bað menn líta til sín en eingöngu til þess að þeir gætu í honum sjeð föðurinn. Ennfremur lesist: Matt. 4,1.—11.; Mrk. 14,36 ; 1,35; Lúk. 6,12; Matt. 11,25—30. Þakkir: að Guð, Faðirinn, er oss opin- beraður svo greinilega í Syni hans Jesú Kristi. Játning: u m vanrækslu vora í sam- fjelaginu við Guð; um sjálfræði vort og gleymsku á guðsvilja; um vort fátæka bænarlíf. Beiðni: um hugarfar Krists; að vjer megum læra meira af elsku hans og stöðugrí umgengni við Guð; að vjer megum líkjast Jesú meir í lífi voru, og þjóna Guði með meiri trúmensku; a ð menn er kynnast oss megi sjá að vjer eigum krapt, sem ummynd- ar mannlegt líf. Mánud. 14. Nóv. Ljómi lífs hans. Matt. 5, 1—16; 6, 19—34. Af því Jesús þekkti Guð svo nákvæmlega, átti mannlífið í augum hans dásamlegan ljóma. Það var umlukt af kærleika, sem aldrei þreytist af að gefa, og gaf gætur að hverri mannlegri þörf, og birtist stöðugt í nýjum dásemdum og fegurð. Hann var „kunnugur þjáningum" og fann alla byrði hinnar óbærilegu hrygðar, sem niðurbeygir tilfinningaríkan anda, er hann stendur gagnvart þjáningum og harmkvæl- um manna. En hann sá bak við skýin hið skæra sólskin föðurkærleika Guðs. Fagnaður er blómið, sem hvílir yfir lífi þess, er í góð- leik lifir. Og einhver hefur sagt, að „yfir hinu fullkomnasta lífi hafi hann (fögnuður- inn) hlotið að hvíla fremur en yfir lífi nokk- urs annars“. Það er ekki það eitt að hann aldrei þurfti að finna til samvizkubits, aldrei að sjá eptir spiltum tækifærum, aldrei að iðrast neins þess, er lágt var eða óhreint. Hugur hans og skaplyndi var í fullkomnu samræmi við huga og skaplyndi Guðs, og

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.