Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.11.1927, Blaðsíða 6

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.11.1927, Blaðsíða 6
4 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. hann sá undir yfirborði lífsins svella lind- ir hins sanna fagnaðar. Þessi er „fögnuður Drottins", sem allir heilagir á öllum öldum hafa girazt og þráð. Eins og Faðirinn elskaði heiminn, svo elsk- aði og Jesús hann, og honum fannst hann óaflátanlega merkilegur, fullur af eptirtekt- arverðum hlutum, sem mátti gleðjast af, náttúran og börnin, og allskonar menn og konur, sem hann sá að áttu eitthvað elsku- vert og fagurt. Það var sem ljóðmynd, sem ávalt gladdi hann og fylti hjarta hans með undrun og von. — Ennfremur lesist: Jóh. 4, 13—14.; Jóh. 15, 11; 17, 13. Þakkir: fyrir að mannslífinu var ætlað að vera svo ríku og undursamlegu, eins og lif Jesú var Játning: u m vorar eigingjömu og óhreinu ílanganir; u m blindni vora og kæruleysi í guðlegri þjónustu; um vora heimskuíegu eptirsókn eptir að auðga líf vort með því, sem stundlegt er og veraldlegt. Beiðni: u m að hjörtu vor verði móttæki- legri fyrir guðlegan sannleika og fegurð; að vjer megum öðlast „fögnuð Drottins"; að með lífi voru og þjónustu verðum vjer færir um að hjálpa öðrum til að sjá, að Kristur auðgar allt mannlífið, þar sem hann fær að komast inn. priðjnd. 15. Nóv. Mannvinurinn mikli. Mark. 5, 21—43; Matt. 15, 2»—39. Enginn hefur nokkru sinni veitt mönnum, konum og bömum eins mikla athygli eins og Jesús. Sú athygli flóði frá hinum djúpa kær- leika, sem hann bar til þeirra. Þetta voru einnig böra hans himneska föður, og með því að hann þekkti umhyggju föðurins fyr- ir þeim, þá sá hann þá með sinni guðdóm- legu skarpskygni sem sálir, óendanlega verðmætar, verðmætari en allan heiminn. Þegar hann sá þá í mannfjölda eða hugs- aði um þá sem söfnuð (mannsafn), þá kenndi hann í brjósti um þá. Hann þekkti vel m ú g i n n, hve ljett er að æsa hann; þekkti nýjungagirni hans og óstöðugleik, æsingagimi og talhlýðni. Þörf múgsins á hirði, á forystu og fræðslu, hrærði hann til tára, og hann sýndi fullkomið dæmi hinnar sönnu kennaralistar, er hann leitaðist við að sýna þeim að til væri faðir, sem annaðist um þá. En hann lagði einatt krók á leið sína til að hitta, tala við og leiðbeina einstaklingnum, manni eða konu. Hann gaf sig að þeim hverjum fyrir sig. Það að þeir heyrðu til stjett eða flokki, sem var í fyrirlitningu, eða voru taldir til úrþvætta, hafði engin áhrif á afstöðu hans til þeirra. Hann skildi alla, og sá fljótt hvað hver hafði þörf fyr- ir og hvemig tala átti við hvern um sig. Menn, sem höfðu gjört sjálfa sig einmana, menn og konur, sem höfðu látið hið illa buga sig og saurga, sálir kvaldar af ótta og örvænting, fundu hjá honum skilning, sam- úð og græðslu og frið. Ó, hversu hann elsk- aði þá. Ennfremur lesist: Matt. 14, 14; Lúk. 14, 12; Matt. 18, 10—14; Lúk. 19, 10; 7, 34; Matt. 11, 28. — Þakkir: fyrir að það er einn, sem elskar oss, þrátt fyrir óverðugleika vora. Játning: um sjálfsþótta vom, og sjálfs- elsku; u m skort vorn á kærleika til þeirra, sem vjer umgöngumst. Beiðni: u m að h jörtu vor eignist meira af kærleika Krists til annara; að augu vor megi opnast til þess að sjá hið góða hjá með- bræðrum vorum; að vjer verðum næm- ari fyrir neyð annara; og að kærleikur- inn megi meir og meir hvetja til fram- kvæmda til að leiðrjetta ranglæti og bæta úr böli mannfjelagsins. — Miðvikud. 16. Nóv. Endurlausnarverk hans. Lúk. 4, 16—22; 7, 18—23; Mark. 10, 45. Jesús hafði eitt ætlunarverk, sem hann

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.