Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.11.1927, Blaðsíða 7

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.11.1927, Blaðsíða 7
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 5 dag eptir dag vann að hiklaust og stöðugt, og notaði hvert tækifæri og hvert atvik til þess að greiða fyrir því. Það vai’ það ætlun- arverk að gjöra Guð Föðurinn mönnum kunn- an sem hinn e i n a heilaga, algóða og al- miskunnsama Guð, og að færa þeim fagnað- tíðindin um ríki himnanna, um rjettlæti, frið og gleði. Kenning hans, predikun og lækningar stóðu í þjónustu þessa ætlunar- verks. Og til að fullgjöra það gekk hann í gegnum Getsemane og Golgata. Hinn mikli farartálmi á þessari leið var synd og syndugleiki manna, sem blindaði þá svo, að þeir gátu ekki skynjað hið sanna hugarfar Guðs, og fjarlægði þá frá Guði, setti fyrir þá fótaefli og spillti eðli þeirra og lífi. Jesús yfirsteig þenna farartálma á tvennan hátt. 1. Með því að gjörast maður og taka á sig mannlegt eðli, og „freistaður á allan hátt eins og vjer og þó án syndar“, færði hann mönnunum opinberun Guðs heilagleika. Er menn koma auga á hinn hátignarfulla hrein- leika, er skín af ásjónu og lífi Jesú, sannfær- ast þeir um sína eigin synd, svo að þeir verða að segja með Pjetri: „Vík frá mjer, herra, því jeg er maður syndugur". Þessi innri sannfæring um synd og sekt er fyrsta sporið á leiðinni til frelsunar. 2. En tilgangur Guðs með sendingu síns sonar var ekki aðeins að sannfæra menn um synd, heldur og að frelsa menn undan valdi hennar. Þar sem sektartilfinningin verður ljós, vaknar hin dýpsta þrá eptir fyrirgefn- ingu. Og til þess að sannfæra menn um fyr- irgefningu Guðs, leið Jesús í Getsemane og dó á Golgata. Hann tók á sig syndir heims- ins og gaf það, sem hin siðferðilega alheims- röðun krafðist sem friðþægingargjalds. Þess vegna er krossinn þungamiðja í end- urlausnarverki Jesú. Það var engin tilviljun, heldur hið óhjákvæmilega hæðarmark lífs hans og endurleysandi kærleika. Með kross- dauða sínum gaf hann mönnum hina hæstu opinberun um kærleika Föðurins, og færði syndurum hina óumræðilegu gjöf fyrirgefn- ingarinnar. Ennfremur lesist: Lúk. 16, 13—15; 18, 9—14; 5, 8 og 24. Þakkir: fyrir það að Guð yfirgaf oss ekki í syndum vorum, heldur gaf oss sinn einget- inn son til þess að frelsa oss. Játning: um sljófleika samvizku vorrar um vorar auðvirðilegu þrár og hugsanir; um vorar mörgu yfirtroðslur og vanræktar syndir; um meðsekt vora í syndum hins opin- bera og þjóðlega lífs. Beiðni: að vjer megum fullkomlega fá augun opnuð fyrir skömm og skaða syndar- innar, og fá náð til sannrar iðrunar; að vjer reynumst trúir í því að boða öðrum frelsið í hinum krossfesta Jesú Kristi; að allir menn megi vita að til er friðþæging í krossi Jesú og að hans ríki megi koma til vor. — Fimmtud. 17. Nóv. Leiðtogi hinna tólf. Mark. 8, 27—38; 9, 1; Jóh. 13, 1—17. í umgengni hans við sína tólf postula, og leiðsögn þeirri, er hann veitti þeim, sjáum vjer bezt opinberað hugarfar og lunderni Jesú Krists. Því guðspjöllin skýra oss auð- vitað meira frá því, en nokkru öðru í hinu jarðneska lífi hans, með því þau eru endur- minningar þeirra, sem fylgdu honum á ferðalagi hans um landið, til að kenna, pre- dika og lækna. Þeir voru óbrotnir menn, af lágum stigum, fulítrúar alþýðumanna, sem á öllum öldum er aðalhlutinn af mannkyninu. Þeim gaf hann slíka forystu, leiðsögn og þá andagift, sem gjörði þá færa um að lifa og deyja í trú, sem ekkert gat haggað. Þeir voru hverir öðrum mismunandi að skaplyndi og hæfileikum. Hann sýndi þeim, hvernig þeir ættu að lifa saman í innilegum fjelagsskap. Þegar metningur komst upp á milli þeirra og þrætur, hrærði hann þá til iðrunar með einni óvæntri spumingu eða ró- legu augnatilliti. Þegar ótti greip þá, sefuð-

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.