Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.11.1927, Blaðsíða 9

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.11.1927, Blaðsíða 9
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 7 fyrstu lærisveinum í Galíleu fyrir öldum síð- an, er með þeim, sem leitast við að fylgja honum nú á dögum. Hann er ekki söguhetja liðinna tíma, hann er hinn 1 ifandi D r o t ti n n. Hann er eins starfandi í dag að hinu mikla verki endurlausnarinnar eins og hann var fyrir 19 öldum síðan. Þegar hann sendi lærisveina sína með fagn- aðarerindið út í heiminn, hjet hann þeim að vera með þeim alla daga. Þetta loforð styrkti þá til að mæta erfiðleikum, vonbrigðum, mannraunum, þjáningum og hannkvælum, sem þeir urðu að þola. Án þess að vita þetta, hvernig áttu þeir að geta staðizt allt til enda. Hann er leiðtogi vor og fjelagi ennþá, al- veg eins starfandi í mannfjelaginu og þá, er menn og konur og börn sáu auglit hans, heyrðu rödd hans og fundu hina læknandi snertingu handa hans.Mismunurinn nú er sá, að hann notar mannleg andlit, raddir og hendur til þess að hughreysta, lækna og frelsa. Hann heldur áfram guðlega verkinu sínu með því að nota oss. En hann er aðal- starfandinn, meistarinn, sem ekki aðeins stjórnar, heldur tekur þátt í erfiðinu. Vjer getum fengið að reyna nærveru hans hjá oss með því rjettiieg’a, að hagnýta oss þau meðul, sem standa oss til boða: — bæn, tilbeiðsla, sakramenti, lestur ritninganna, orð spámanna hans og heilagra manna og samfjelagsskap við þá, sem elska hann og þjóna honum. Með slíkum leiðtoga í fararbroddi getum vjer gengið að því hlutverki, sem hann hefur gefið oss, með hugrekki og sigurvissri von. Það getur opt sýnzt óframkvæmanlegt, en með honum við hlið vora vitum vjer að það getur ekki mistekizt. Vjer getum þess vegna gengið öruggir fram, hvaða tálmanir sem eru á leiðinni, fulltreystandi því, að undir forystu hans vinnum vjer sigur að lokum. — Ennfremur lesist: Matt. 28, 18—20. Jóh. 16, 5—8, 16—19. Rómv. 8, 16—89. Þakkir: fyrir það að Andi Jesú er ávalt með oss eins og hann lofaði. Játning: u m trúarvöntun og seinlæti í andlegri hluttöku. Beiðni: að vjer megum þekkja Jesúm í oss; a ð kraptur hans geti óhindrað verkað í oss og fyrir oss; að menn, sem sjá auglit vor og eru sjónarvottar að framgöngu vorri, geti sjeð að vjer „höfum verið með Jesú“, a ð oss verði stöðugt viðhaldið og vjer knúð- ir fram til lifandi þjónustu í trausti, sem trúir á sigur málefnis Krists. — K. F. U. M. erlendis. -----o---- Ástralía. — Fjelögin hafa náð allmikilli festu. Sum eiga samt enn að berjast við fjárhagsvandræði. K. F. U. M. í Melbourne hefur vaxið og tekið framförum síðan hin nýja stóra bygging var opnuð. í Sydney hef- ur fjelagið þar fengið nýjan aðal-fram- kvæmdarstjóra, Mr. Swainson, er áður stýrði K. F. U. M. í Manchester á Englandi með miklum krapti. Bulgaría. — Fjelagsstarfið hefur tekið miklum framförum og er mikil aðsókn að því af ungum mönnum og drengjum. I sum- ar komu þeir fótum undir ágætar sumar- búðir fyrir drengi. Flokkur af fjelagsmönn- um fóru pílagrímsför til landsins helga. Canada. — Fjelaginu þar hefur vaxið mjög þroski og áræði. Og miklu fje hefur verið varið til undirbúnings framkvæmdar- stjóraefnum. Chile. — Nýtt fjelag hefur verið stofnað í Concepcion, bæ með 90,000 íbúum. Það er einasta fjelagið í Suður-Ameríku, sem ekki hefur þurft á framandi fjárhagshjálp að halda, og leiðtogarnir eru Suður-Ameríku- menn. Chína. — Mikinn dugnað og atorku hefur Þjóðarbandalagið lagt í það að halda uppi svörum fyrir Kristindóminn á móti árásum, sem á hann hafa verið gjörðar. Á kirkjan þar engan betri formælanda en K. F. U. M.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.