Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.11.1927, Blaðsíða 11

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.11.1927, Blaðsíða 11
MÁNAÐARBLAÐ K F. U. M. 9 Ungverjaland. — Hinn nýi framkvæmdar- stjóri landsfjelagsins, Hr. Töltescy hefur komið nýju fjöri og framkvæmdum inn í fjelagsstarfið. Fyrir lag hans og lipurð hef- ur aukizt svo mjög samúð og samband við kirkjurnar, að fjelagið hefur verið fært um að stofna til starfsemi á nýjum svæðum. ITruguay. — Stór nýmóðins fjelagsbygg- ing hefur verið reist í Montevideo. Þýzkaland. — „Einkunnarorð“ liðna ársins innan K. F. U. M. hefur verið þetta orðtak: Æskan og biblían, og mikið af starfsskrá fjelagsins hefur verið miðað við hað, og betta orðtak hefur sett sinn blæ á fjelags- hreyfinguna. Miðstjórn þýzka K. F. U. M,- bandalagsins hefur nú flutt allar skrifstofur sínar til Cassel-Wilhelmshöhe, þar sem á- gæt húseign hefur verið keypt. Fjelögin hafa mjög aukið starf sitt meðal hinna at- vinnulausu. í þessu stutta yfirlits-ágripi höfum vjer farið i skyndiheimsókn til margra landa og þjóða þar sem fjelög vor starfa. Vjer höfum sjeð, að víða eru erfiðleikar á ýmsum svæð- um, en samt þokast þó málefni vort áfram. Verum ekki hræddir eða hugdeigir, þótt hjer blási líka kalt úr ýmsum áttum; „Dagur kemur eptir nótt, sumar eptir vetur og eptir storminn stillilogn“. Látum nú þetta yfir- lit hvetja oss áfram. Látum nú vort her- tak vera: „Kristur og æskan“ og gjöri nú hver það sem hann getur. Nóg er sofið. Vöknum og tökum fyrst til bænar og síðan til starfa. Hver finni sitt hlutverk! Jesús, hinn lifandi frelsari er með oss, hann sem er Guð v f i r ö 11 u, blessaður um aldimar. AFGREIÐSLA Mánaðarblaðs K. F. U. M. er í húsi fjelags- ins, niðri í kjallaranum. Frá 1. október verð- ur hún aðeins opin frá kl. 5—7 síðd. alla virka daga. LlTLl LÁVARÐURINN EPTIR F. H. BURNETT En þótt svo mikið væri talað við hann, þá var það eins og jarlinn hafði sagt, að hann var engum til ama. Hann gat setið stiltur og hlustað á, þegar aðrir voru að tala, svo að engum fannst hann framhleypinn. Það var ekki laust við að brosi .brigði yfir andlit ýmsra, þegar drengurinn við og við gekk þangað, sem afi hans sat, og stóð við stól- inn hans eða settist á skemil rjett hjá hon- um og horfði á hann og drakk með athygli hvert orð, er kom af vörum gamla mannsins. Einu sinni stóð hann við stólinn, svo nálægt að vangi hans var fast við öxlina á afa hans. Jarlinn sá að menn brostu, og hann gat ekki annað en brosað ofuriítið sjálfur. Hann vissi hvað þeir voru að hugsa, sem á horfðu, og hann hafði með sjálfum sjer ánægju af því að láta þá sjá, hverjar mætur litli maðurinn hafði á honum, þvert á móti því, sem menn myndu hafa búizt við. Hr. Havisham var meðal þeirra, er búizt var við til boðsins, en aldrei því vanur, kom hann of seint. Slíkt hafði aldrei komið fyrir í öll þau ár, sem hann hafði verið í kynnum við j arlinn á Dorincourt. Hann kom svo seint, að rjett var að því komið, að gestirnir stæðu upp til þess að setjast undir borð. Þegar hann heilsaði jarlinum, horfði jarlinn á hann forviða. Það var auðsjeð, að hann hafði orð- ið fyrir töfum eða komizt í geðshræringu; hinum rólynda þurlega manni var brugðið; hann var fölur og fár. „Jeg varð fyrir töfum“, sagði hann í lág- um róm við jarlinn, — ,,af mjög óvanaleg- um atvikum“. Það var jafn ólíkt gamla lagamanninum að komast í geðshræringu eins og hitt að vera óstundvís, en það var auðsjeð, að eitt- hvað hafði raskað ró hans. 1 veizlunni neytti hann nær einskis, og

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.