Alþýðublaðið - 23.05.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.05.1923, Blaðsíða 2
2 rA L S> %¥> U B LA ÐIÐ „Frjáls verzlan." Vígorð eiga alveg ótrúlega mikinn þátt í stjórnmálastarfsemi og árangri af henni. Þess vegna er mjög algengt, að slungnir at- vinnumenn í stjórnmáium beiti þeim aðallegá í stað röksemda, og þótt undarlegt sé, fljóta þeir furðanlega á þeim. Þetta framferði er tarið að gera mjög vart við sig einnig hér, og því er kominn tfmi til að veita þessu eftirtekt og gjalda varhuga við því áður en það veldur verulegum vand- ræðum. Þau vígorð, sem mest er haldið á lofti nú, eru »frjáls verzlun,< Á þeim ætla sýnilega ýmsir að fljóta nú við næstu kosningar og treysta því, að íslenzkir kjósendur leggi meira upp úr gömlum minningum en reynsiu samtíðarinnar. í ræðu, sem Jakob Möller, sem enn er x. þingmaður Reyk- víkinga, hélt við umræðurnar um vantraustið á stjórnina, rétt fyrir þinglok, veifaði hann þessu vígorði, og í »Vísi< er því aftur veitað í ummælum um skilnaðar- ræðu forseta sameinaðs Alþingis, þar sem hann gerði ráð fyrir, að kosningabaráttan næsta snú- ist um, hvort haldið skuli uppi samkeppni í verzlun eða sam- vinnu. í »Tímanum< síðasta er því haldið fram, að samvinnumenn séu einnig fylgjandi »frjálsri verzlun< og beztu forvígismenn hennar. Einnig þeir veifa vígorðunum. En hvað er »frjáls verzlun<? »Frjáls verzlun< er eítir orð- anna hljóðan og hlutarins eðli það fyrirkomulag á verzluninni, að hverjum sem vill sé heimilt að reka verz'un, og séu sem minstar hömlur á það lagðar at ríkisins háifu. Er búist við, að með því lagi fáist vörurnar ódýr- astar vegna samkeppni, sem við það skapist, »frjálsrar samkepnic. Hver er reynslan? Það er satt, að þetta gafst vél, meðan menn höfðu ekki hugsað hugsunina til enda, en nú er sýnt, að »frjáls verzlun< geri vörurnar yfirleitt dýrari. Hvernig má það verða? Ef samkepni er rekin til enda, lendir hún ónéitanlega í einokuu þess, sem sterkastur er; dæmi þess, sem allir þekkja, er stein- olíuverzlun Rockefellers. £n fæstir hafa andlegt eða "fjárhagslegt þrek til þess að reka hana til enda, og þá fer eins og hér, að samkeppnin hjaðn- ar niður og verður að engu, en í stað kemur þögul, fjandsamleg, fúl og skaðleg samvinna milli keppendanna. Hér er svo komið vegna þess, hve margir stunda verzlun, að komin eru á þegjandi samtök um að selja alla vöru töluvert dýrari en vera þyrfti, ef verzl- anir væru færri, Kaupmenn sjá þetta lfka. Nú er kunnugt, að ekkí alls fyrir löngu vildu nokkrir þeirra, er töldu sig öðrum betri sjálfir, gera samsæri um að ryðja úr vegi nokkrum af keppinautum sínum. At einhverjum ástæðum varð ekkert úr þessu, en það sýnir, að sjálfir rekendur »frjáhr- ar verz1unar< eru komnir að raun um, að hún er út af fyrir sig engin blessun. Þó er verðhæðin eklti verst. Til þess að bjargast þarf að leita annara ráða, enn verri, — að svíkja mál og vog. Nú fyrir hátiðina voru vörur vegnar, er heim komu til kaupanda úr góðri verzlun að orðrómi, og reyndust allar rangt vegnar seljanda í hag, en kaupanda f óhag. Reynstan er þá sú af »frjálsri verzlun<, að híin svílair viösldfta- menn bœði á verði og vörumagni. »Frjáls verzlun< er því enginn allsherjarmeinabætir í verzlunar- sökum, heldur háskalepf nema með ströngu og kostnaðarsömu eftirliti — eða í samkeppni við ríkisverzlun. En betra er hitt: Ríkisverzlun með allar nauðsynjavörur og helzt allar vörur undir ettirliti fulltrúa þjóðarinnar og gagnrýni viðskiftaœanna meðal almenn- ings. Með því einu móti verður hug- sjón hinna beztu og vitrustu í verzlunarsökum gerð að veiu- leika, en hún er sú að hagnýta sem bezt vinnu, fé og tæki í verzlun sem öðru, til þess að virðismunurinn (verðaukningin við verzlunina) verði sem minstur. Að þvl á að stefna. Það er þjóðnýting verzlunar- innar, og þótt hver maður kall- aði það einokun eða verra nafni, þá mundi það reynast betur en nokkur »frjáls verzlun<. Aðalatriðið er, hvað hlutirnir eru, en ekki, hvað þeir heita, þótt æskiiegust séu réttnefni, KosniDpskrifstofa AIþýðuflokksins er opin í Alþýðuliúsinu til 28. þ. m. hvérn dag kl. 10 — 7 e. h. Alþingiskjöpskrá liggur þar íramml. Eruð Þið á kjðrskrá? Aðgætið pð í Alþýöuhúsinu. Alþýðubrauðoerðin selur hin óvið jafnanlegu bveitibranð, bökuð Ur beztu hveititegundinni (Kanada-korni) frá stærstu og fullkomnustu hveitimylnu í Skotlandi, sem þekt er um alt Bretland fyrir vörugæði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.