Tákn tímanna - 01.02.1920, Side 2

Tákn tímanna - 01.02.1920, Side 2
34 TÁKN TÍMANNA sundurkrömdum anda og fengið viðbjóð á ranglæti voru. Og ef vér höfum aldrei leitað friðar Guðs, þá höfum vér aldrei tundið hann. Eina ástæðan til þess að vér höfum ekki fengið fyrirgefningu fyrir drýgðar syndir er sú, að vér erum ekki fúsir til að auðmýkja hjörtu vor og laga oss eftir skilyrðum þeim, er Guð setur. Vér höfum fengið skýra fræðslu um þetta efni. Syndajátningin verður að vera hjartanleg, hvort sem hún fer fram opinberlega eða í einrúrni, og ekkert má draga undan. Það á ekki að neyða syndarann til hennar. Það á ekki að játa syndir sínar með létlúð og kæru- leysi og það á ekki að knýja þá til syndajátningar, sem ekki liafa ljósa hugmynd um hið viðbjóðslega eðli syndarinnar. Sú játning, sem kemur frá insta grunni hjartans, kemst fyrir eyru hins eilífa, miskunnsama Guðs. Svo segir sálmaskáldið hebreska: »Drottinn er þeim nálægur, sem hafa sundurkram- ið hjarta, og frelsar þá, sem hafa nið- ur beygðan anda«. Sönn syndajátning er ætíð sérslakleg og játar hinar sérstölcu syndir. Þeim getur verið þannig varið, að þær eigi að játa fyrir guði einum; þær geta veiið fólgnar í yfirsjónum, sem á að játa fyrir þeim mönnum, sem þær hafa orðið til tjóns. Þær geta snert almenning, og þá á að kannast við þær opinherlega. En öll játning á að vera ákveðin og greini- leg; þú áll að játa einmitt þær syndir, sem þú hefir gert þig sekan í. Á dögum Samúels viku ísraelsmenn frá Guðs vegum. Þeir urðu að þola hin- ar illu afleiðingar syndarinnar, því þeir höfðu mist trúna á Guði. Þeir höfðu mist sjónar á mætti hans og speki í handleiðslu þjóðarinnar; inist traust sitt á því að hann væri fær um að vera málsvari þeirra. Þeir gerðust fráhverfir hinum mikla alheimssljóra og æsktu samskonar stjórnar og nágrannaþjóðirn- ar höfðu. Áður en þeir hlulu frið, gerðu þeir þessa greinilegu játningu: »Vér höfum bælt þeirri vonsku ofan á allar vorar syndir, að vér höfum beiðst konungs«. 1. Sam. 12, 19. Þeir urðu að jála synd- ina, sem þeir höfðu gert sig seka í. Vanþakklæti þeirra beygði sálir þeirra og skildi þá frá Guði. Guð getur ekki lekið jálninguna gilda nema því að eins að henni fylgi einlæg iðrun og afturhvarf, lífernið verður að taka gagngerðri breylingu. Alt það, sem Guð ekki liefir velþóknun á, verður að láta ógert. Þetta mun leiða af sannri hrygð yfir syndinni. Það, sem gera skal af vorri hálfu, liefir verið tekið skýrt fram: »Þvoið yður, takið yðar ilsku breylni burl frá mínum augum og látið af því að gera ilt. Lærið að gera golt, leitið þess, sem rélt er; hjálpið þeim, sem fyrir ofríki verða, unnið réttra laga liinum munaðarlausu og verjið málefni ekkjunnar«. Es. 1, 1G. 17. »Ef sá, sem áður var óguðlegur, skilar aftur veði, bætir rán og breytir eftir lífsins boðorð- um, svo að hann aðhefst ekkert það, sem rangt er, sá skal lifa og ekki deyja«. Esek. 33, 15. Páll segir meðal annars, er hann talar um afturhvarfið: »Þvi sjá- ið það, að þér hrygðust eftir Guði, hví- líkt kapp vakti það hjá yður! Já, enn- fremur afsakanir, þykkju, ótta, eftirlöng- un, vandlætingu, refsingu; i öllu sönn- uðuð þér að þér væruð hreinir í þessu efni«. 2. Kor. 7, 11. Þegar syndin hefir sljóvgað hina sið- ferðislegu dómgreind, þá getur syndar- inn ekki séð breslina í fari sínu eða skilið hve mikil sú synd er, sem hann hefir drýgt, og ef hinn sannfærandi kraft-

x

Tákn tímanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.