Tákn tímanna - 01.02.1920, Blaðsíða 3

Tákn tímanna - 01.02.1920, Blaðsíða 3
TÁKN TÍMANNA 35 ur Heilags Anda vinnur eigi bug á lion- um, þá heldur hann að nokkru leyti á- fram að vera blindur gagnvart sjmd sinni. Játning hans er ekki einlæg eða alvarleg; í hvert skifti, sem hann játar synd sína, kemur hann með afsökun um leið, til þess að fegra aðferð sína. Hann segir, að hefði ekki staðið svo og svo á, þá liefði hann eigi gert þetla eða liitt, sem fundið er að við hann fyrir í það skifti. Þegar Adam og Eva höfðu etið af hinum forboðna ávexti, urðu þau gagn- tekin af blygðun og skelfingu. Það fyrsta, sem þau liugsuðu um, var það, hvernig þau ættu að fara að því að afsaka sig og komast lijá þeirri hegningu, sem er bein afleiðing af syndinni. Þau voru óttaslegin. Þegar Guð spurði þau um synd þeirra, þá leitaðist Adam við að skella að nokkru leyli skuldinni á konu sína. Hann svaraði: »Konan, sem þú gafst mér til sambúðar, gaf mér af trénu og eg át«. Konan skaut skuldinni á höggorminn: »Höggormurinn sveik inig, svo eg át«. 1. Mós. 3, 12. 13. Hvers vegna skapaðir þú höggorminn? Hvers vegna leyfðir þú honum að komast inn í Eden. þessar spurningar felast í af- sökun hennar. Þannig varpaði liún á- byrgðinni á syndafallinu á Guð. Þessi tilhneiging til þess að rétllæta sjálfan sig er sprottin frá föður lýginnar, og hefir gert vart við sig hjá öllum sonum og dætrum Adams og Evu. Þess konar játning stafar ekki frá Guðs anda og Guð mun ekki taka hana gilda. Sönn iðrun leiðir manninn til þess að bera sjálfur sekt sina og játa hana yfirdreps- skapar- og hræsnislaust. Hann mun þá hrópa eins og tollheimtumaðurinn, sem ekki þorði að lyfta augum sínum til himins: »Guð, vertu mér syndugum líkn- samur!« Lúk. 18, 13. Þeir, sem játa syndir sínar, munu rétllætast; því Jesús ber fram blóð sitt lil friðþægingar fyrir hina iðrandi sál. Þau dæmi sannrar iðrunar og auð- mýktar, sem talin eru í Guðs orði, sýna anda, sem ekki reynir að afsaka syndir sínar hið minsta í játningu sinni eða réttlæta sjálfan sig. Páll leilaðist ekki við að afsaka sig. Hann lýsir synd sinni með mjög dökkum litum og reynir eigi að draga úr sök sinni. »Eg linepti í myrkvastofur marga kristna, með því að eg liafði fengið fullmakt til þess frá prestahöfðingjunum, og gaf miit jákvæði til, þegar þeir voru líflátnir, og í öllunr sanrkomuhúsum lét ég þrásinnis refsa og neyddi þá til að tala illa um Jesúnr. .Tá, svo frekt æddi eg gegn þeim, að eg elti þá til framandi borg«. Pgb. 26, 10. 11. Hann hikar eigi við að koma fram með þessa yfirlýsingu: »Jesús Ivristur er í lreiminn kominn til að frelsa synd- uga nrenn, og er eg hinn lrelzli þeirra«. l3að hjarta, sem auðmjúkt er og sund- urkramið og bugað af sannri iðrun, nrun kunna að nreta rétl kærleika Guðs og kvöl Jesú á krossinum; eins og son- urinn jálaði ávirðingar sinar fyrir elsk- andi föður, þannig nrun lrin iðrandi, einlæga sál koma með allar sínar synd- ir franr fyrir Guð. Og skrifað er: »Ef vér viðurkennum vorar syndir, þá er hann trúfastur og réltvís, svo hann fyr- irgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæli«. 1. Jóh. 1, 9. E. G. W. Hjartkært þakklæti færum við vorum kæru trúsystkinum og öðrum ástvinum fyrir auð- sýnda hluttekningu, aðstoð og uppörfun við frárall og jarðarför okkar elskaða sonar með kveðju. 1. Tess. 3, 12, 13. Katrin Björgólfsdóttir. Guðm. Pálsson.

x

Tákn tímanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.