Tákn tímanna - 01.02.1920, Blaðsíða 5

Tákn tímanna - 01.02.1920, Blaðsíða 5
TÁKN TÍMANNA 37 Vér daprir spyrjum Guðs að gæzku, liún gefur aftur dýrðleg svör: Ei hæfir saklaust heimur þér, því himins sæla búin er. f’ó duftið leggist lágl í moldu, en lífið geymist Guði hjá; vér munum aftur ofar foldu vort elsku barnið kæra sjá. Sú von fær tregatárin still og trúar örugl hjarta fylt. Guðs orð er Ijós á lífsins vegi, það lýsir bezt í dimmu’ og sorg, og bendir hug að dýrðardegi, á Drottins kæru, lielgu borg, þá böndin tengjast aftur öll og engin þekkjast táraföll. Ó farðu vel, vort barnið blíða, þig bundið ekki dauðinn fær, því Drottinn, sanna lífið Iýða, þá lífs upp rennur morgun skær, þig vekur upp af banablund við bjarta sína komustund.— B.J. Lag: Knlliö er komiö. Lifið er sloknað, líkaminn er stirður, blíðustu augun þín brostin nú. köld er því höndin, kærasti vinur, en hátt til Guðs ég horfi í trú. Sárt við þín söknum, sælt var með þér una, samvist þín gleði og yndi jók. endað er stríðið, ei viljum kvarta, því Guð í náð þig gaf og tók. Lif þitt er falið lífgjafans í kendi, líkami og sálin þó hvílist bér. Dýrðlegt það verður, Drottinn þá kem- ur, að líta þig í ljóssins her. Sofðu nú væran, sæll unz dagur ljóm- ar. Samvist er lokið í táradal. Ástkæri sonur, aftur við fáum þín njóta Guðs í gleðisal. Y iðvörun. »En Drottinn alvaldur gerir ekkert, nema hann kunngeri sinn leyndardóm fyrir sínum þjónum, spámönnunum«. Amos. 3, 7. Þetta vers er án efa eilt af þeim huggunarríkustu í allri ritningunni. Hefðum við það ávalt fast i huga, mundi kvíði ekki fá lækifæri til að komasl að. Við mundum, værum við öll í Gnðs hendi, mæta öllu með rólegu geði vit- andi, að Drotlinn leyfir ekkert að kom- ast að eða gerir ekkert án þess að lýsa því fyrirfram fyrir þjónum sínum, spá- mönnunum. Fáein dæmi munu gera þetta skýrt fyrir okkur. Guð sendi ísrael i herleiðinguna til Babels-borgar vegna óhlýðnis og segir um leið að hann ætti að þjóna Ba- bels konungi í 70 ár. En lofar þeim heimfararleyfi að þeim tíma liðnum. Jer. 25, 11. 12. Fyrsta herleiðingin átti sér stað árið 606 f. Krisls fæðingu. í spádóminum segir hann líka, að hann vildi refsa konunginum í Babel þegar þessi 70 ár eru liðin. Hvernig fór? Sýrus, Persakonungur kom móti Ba- bylon þegar þessi tími var að enda eða árið 539 f. Kr. Sá, sem þá hafði lesið og gefið spádómi Jeremíasar gaum, vissi vel, að eyðilegging borgarinnar var í

x

Tákn tímanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.