Tákn tímanna - 01.02.1920, Qupperneq 6

Tákn tímanna - 01.02.1920, Qupperneq 6
38 TÁKN TÍMANNA nánd, þrátt fyrir víggirðingu hennar. En Sýrus náði ekki að koma lier sínum að horginni þella nefnda ár; þegar hann kom að Gyndisíljótinu, llej'gði einn af hinum hvítu heslum hans sér í ána og reyndi að komast yfir á sundi, en slraum- urinn var of slríður og hann druknaði. Iíýrus var afarreiður og sór að hefna sín á íljótinu og sagði, að liéðan af myndi jafnvel konur vaða yfir án þess að verða blaular upp í hné. Hann varð að hætta við að gera áhlaup á höfuðborg Kaldea það sumar. Hann lét aftur á móti gera 360 skurði af ákveðnri slærð í allar áttir út af fljótinu. í þessa skurði hleypti hann svo vatninu. En þegar verkinu var lokið var sumarið líka búið. Hann hélt kyrru fyrir um veturinn, en næsta vor fór hann undir eins af stað. Þessi at- hurður virðist í fljótu bragði þýðingar- lítill, en spámaðurinn lýsti honum samt 60 árum áður en hann kom fyrir. »Farið úr henni mitt fólk, og bjargi hver sínu lííi, og svo að hjarta yðar ekki veikist, og þér verðið hræddir við tíðindi, sem heyrast i landinu, þegar þessi tíðindi koma í ár, og síðan næsta ár hin tíð- indin« eru orð spámannsins þessu við- víkjandi, sjá Jer. 51, 45.46. Fyrsta fregn um að Kyrus væri á leið til borgarinnar kom sem viðvörun til allra, sem trúðu orðum spámannsins, og þegar Kyrus loksins kemur ári seinna var Guðs fólk flúið úr hinni dauða- dæmdu borg. Borgin er tekin og ísrael fær skömmu seinna heimfararleyfi af Kyrusi árið 536 f. Kr. En þá hafði ísrael verið í þrældómi í 70 ár. Hér um bil 570 árum seinna situr líl- ill hópur á hæð einni, sem Olíufjallið lieitir í JJalestínu; í hópnum er Jesús, og hann er grátandi þegar hann virðir fyrir sér aðra borg, sem líka var dauða- dæmd. Lærisveinar hans áttu bágt með að skilja orð hans, þegar hann segir: »Yðar bústaður slcal í eyði lagður verða« og það svo gersamlega, að steinn mundi ekki standa á steini. Matt. 23, 38; 24, 2. En í borginni varmargt, sem var hansfólk, og þess vegna var um að gera að koma því undan. Til að gera það skýrt, live nauðsynlegt væri að flýja á réttum tíma, endurtekur Jesús orð Daníels spámanns: »Nær þér sjáið viðurstygð eyðileggingar- innar standandi á helgum stað, . . . þá flýið. Matt. 24, 15. Hvað er meinl með þessu? Hvað var viðurstygð eyðilegg- ingarinnar í augum Gyðinga ? Jú, róm- verskir liermenn með rómverska fána blaktandi í l’aleslínu, enda segir Lúkas, þegar hann talar um hið sama: »Nær þér sjáið Jerúsalem umkringda af lier- llokkum, þá vitið, að eyðilegging lienn- ar er í nánd, þá flýið«. Lúk. 21, 20. 21. Hvernig var þá mögulegt að komast undan? Guð sá um það. Söguliöfund- urinn lýsir því livernig Rómverjaforing- inn, Cestius Gallius, tók lier sinn frá borginni nokkra daga, án þess að liægt væri að liugsa sér nokkra orsök. Þeir, sem gáfu orðum Jesú gaum, fóru úr l^orginni á meðan hinir urðu eftir. Skömmu seinna kemur Irerinn aftur og borgin er lekin. í þriðja skiflið hljómar: »Farið úr borginni mitt fólk«. Opin. 18, 4. í’elta er í síðasta sinni. Guð heflr lj'st öllu svo greinilega fyrirfram, að enginn þarf að efast, sem vill gefa orði Guðs gaum, en fáir taka það til afleiðingar. Á dög- um Kyrusar voru tiltölulega fáir, sem gáfu orðum Jeremíasar gaum; það var alt of gamalt og úrelt í hinni fögru Ba- bylon, að gefa gaum að orðum hins gamla spámanns í Palestínu. Á dögum postulanna var það ekki tíska að taka

x

Tákn tímanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.