Tákn tímanna - 01.02.1920, Blaðsíða 8

Tákn tímanna - 01.02.1920, Blaðsíða 8
40 TÁKN TÍMANNA um 32,000,000 króna nieðan Rockefeller græðir meira en þelta á þremur vikum. Árstekjur hans nema 600,000,000 króna. Hefði hann lifað meðan heimurinn hef- ir staðið eða síðan Adam var til og til þessa dags og unnið 10 klukkutíma á hverjum degi, 7 daga í hverri viku, liefði kaup hans þurft að vera um 30 krónur á klukkutíma, til að eignast þá peningaupphæð, sem hann nú á. En Rockefeller er að eins einn af 10,000 peningakongum Bandaríkjanna. Ríkdómur út af fyrir sig er ekki synd, ef maður eignast auðinn með réttu og notar hann svo meðbræðrum sínum til góðs; en syndin er í því innifalin, að draga frá öðrum handa sér og nola alt sér í hag. Jesús lýsir liegðun auðkýfinga þessara daga rneð fáum orðum, þegar hann segir, að þeir munu halda sér vel að mat og drykk, og Jakob segir að þeir lifi í sæliífi og óhóíi á jörðunni, þeir ala sín eigin hjörtu, og enn fremur að þeir hafa fjársjóðum safnað sem elds- neyti á síðustu dögum. í Ijósi þessara orða væri ekki úr vegi að athuga nokkrar tölur, því þær lala vanalega skýrt mál. Það væri t. d. nógu fróðlegt að sjá, hvað einn af hinum »400« aðalauðkýf- ingum New York borgar út í vinnulaun yíir árið: (Dollarinn er hér að eins margfaldaður með 4 til að fá kr.). Bústýra.................. kr. 4,800 Fyrsti matreiðslumaður.... — 20,000 — aðstoðarmaður hans. — 4,800 Annar — — . — 4,800 Ökumaður .................. — 6,000 Fyrsli aðstoðarmaður hans. — 4,800 2 hestasveinar............. — 4,800 Bifreiðarstjóri ........... — 4,800 Kenslukona .............. — 4,000 Vínskenkjari............... — 4,000 Annar vínskenkjaii......... — 3,200 2 hjúkrunarkonur .......... — 4,800 Frönsk veiziukona........... — 8.000 Veizluritari .............. — 14,000 Húskennari ................ — 10,000 5 vinnukonur ............... — 4,000 Hjálp við sérstök lækifæri.. — 12,000 Samtals kr. 118,800 En hvað kostar það nú að halda slíkri miljónamæringjafrú við yfir árið. Hér sést reikningurinn: 6 göngubúningar ......... kr. 5,400 12 ökubúningar ........... — 2-1,000 25 dans- og leikbúningar.. — 100,000 Loðkápur, húfur og kragar. — 60,000 Morgunkjólar ............. — 20,000 50 hattar .................. — 10,000 Skófatnaður............... — 4,000 Sokkar ................... — 2,000 Vasaklútar ................. — 1,800 Kniplingar og blævængir ... — 16,000 Bifreiðar og ferðakápur... — 6,800 Ýmislegt ................... — 4,000 Samtals kr. 254,000 Á móti öllu þessu kemur verkamanna- hreyíingin með hólunum og verkföllum, svo alt er á öðrum enda. Kröfurnar eru svo svæsnar, sem þeir gera víðast hvar, að að þeim verður ekki gengið, og svo er bardagi; þetla er hið svarta ský, sem hangir ögrandi yfir hverju landi heims- ins, en það bendir á, að við höfum náð sérstökum tímum, hinum síðustu dögum þessa heims. En á bak við heyra vinir Guðs rödd meistara síns, senr kallar: »Þreyið, bræður mínir, eg kem brátt!« og þeir svara fyltir brennandi þrá: »A- men, já, kom Drollinn Jesú!« Vegna plássleysis verður grein um trúboðsstaríið að bíða næsla blaðs. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Tákn tímanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.