Syrpa - 01.10.1915, Side 8
70
SYRPA II. HEFTI 1915
liugsa að eg hefði rekist þarna á
falinn fjársjóð einhvers nirfilsins.
En það var öðru nær. Þetta var
einungis mórauður pappírs-miði, og
voru skrifuð á hann nokkur orð,
sein eg ekki skildi. Og hefði eg ó-
efað fleygt miðanum undir eins út
um gluggann, hcfði eg ekki alt í
einu gætt að því, að síðustu stafirn-
ir á blaðinu mynduðu nafn, sem eg
kannaðist vel við.”
“Og það var-----?” sagði eg.
“Það var nafnið Arnór Berg." ...
“Arnór Berg!" át eg eftir, og leit
til Arnórs, sem nú var orðinn dreyr-
rauður í framan. “Það er ómögu-
legt!”
“Já, þáð er alveg ómögulegt,” sagði
O’Brian, “alveg ómögulegt að þú
vinur minn, liafir smeygt þessum
miða inn undir gluggastokkinn í
svefnherberginu mínu, fyrst þú hef-
ir aldrei átt þar heima. Og eg er al-
veg sannfærður um það, að miði
þessi liefir verið látinn þarna löngu
áður en eg fluttist í þetta skakka
hús, því seðillinn er orðinn svo lú-
inn og máður fyrir elli sakir, að
varla er mögulegt að greina suma
stafina.”
“Lofaðu okkur að líta á miðann,”
sagði eg;” hver veit nema það sé
ísicnzka, sem á honum er.”
“Með stórri ánægju,” sagði O’Bri-
an. Hann tók saman-brotið papp-
írsblað úr vestis-vasa sínum og rétti
mér. “Lestu nú letrið á veggnum,
eins og Daniel forðum.”
Eg tók nú við miðanum og skoð-
aði hann í krók og kring. Hann
var um fimm þumlungar á lengd og
fjórir og hálfur þumlungur á breidd
hafði í fyrstu verið hvítur á lit, en
var nú orðinn gulur og lúinn. Á
lionum voru sjö línur, skrifaðar með
blýant, en skriftin var svo máð orð-
in, að ekki var hægt að greina suma
stafina, einkum miðbikið af efstu
línunum. Samt mátti að nokkru
leyti ráða í innihaldið, því það, sem
liægt var að lesa, var á þessa leið:
“IlingaÖ uar.............öa en lifi
nótlina mil..........ber-mánaöar
nær þaö góða.........hestnr brann.
Er eg þcim gó........látnr, sem mér
rétt hafa hjál.......þó sérstaklega
þcirri frómu kv... .u Madeleine.
. .. .dan Arnórsson Berg.”
Þetta er alt, sem mögulegt var að
lesa, og er hér orðrétt og stafrétt
cins og það stóð á miðanum.
Eg rétti nú Arnóri blaðið. Hann
las upp hátt það, sem hægt var að
lesa, og liann las það aftur og aftur.
Eg las það líka oft og mörgum sinn-
um. Við veltum miðanum fyrir
okkur á ýmsa vegu, stöfuðum orðin,
lásum línurnar aftur á bak, og
reyndum með öllu móti að fylla í
cyðurnar. Og alt af á meðan sat
gamli O’Brian rólegur og hljóður og
liorfði á okkur með mesta spekings-
svip, en gretti sig ofurlítið rrieð köfl-
um og klóraði sér undir hökunni.
Það var enginn vafi á því, að Hálf-
dan, móðurbróðir Arnórs, hafði
skrifaö þessar línur, þvf stafagjörð-
in var hin sama og á bréfinu, sem
Hálfdan hafði skrifað systur sinni.
—En hvergi sást á miðanum, hve-
nær þetta hafði verið skrifað. Að
lfkindum hefir það þó verið
skömmu eftir áramótin 1869-70. Og
hefir Hálfdan verið fluttur í skakka
liúsið, annaðhvort seint í Nóvemb-
er-mánuði, eða þá einhverntíma í
desember-mánuði, árið 1869, nóttina,
sem gistihús það, er hann varáðurf
liefur brunnið; og hefir gistiliús
það, án efa, verið kent við “hest”—