Syrpa - 01.10.1915, Page 8

Syrpa - 01.10.1915, Page 8
70 SYRPA II. HEFTI 1915 liugsa að eg hefði rekist þarna á falinn fjársjóð einhvers nirfilsins. En það var öðru nær. Þetta var einungis mórauður pappírs-miði, og voru skrifuð á hann nokkur orð, sein eg ekki skildi. Og hefði eg ó- efað fleygt miðanum undir eins út um gluggann, hcfði eg ekki alt í einu gætt að því, að síðustu stafirn- ir á blaðinu mynduðu nafn, sem eg kannaðist vel við.” “Og það var-----?” sagði eg. “Það var nafnið Arnór Berg." ... “Arnór Berg!" át eg eftir, og leit til Arnórs, sem nú var orðinn dreyr- rauður í framan. “Það er ómögu- legt!” “Já, þáð er alveg ómögulegt,” sagði O’Brian, “alveg ómögulegt að þú vinur minn, liafir smeygt þessum miða inn undir gluggastokkinn í svefnherberginu mínu, fyrst þú hef- ir aldrei átt þar heima. Og eg er al- veg sannfærður um það, að miði þessi liefir verið látinn þarna löngu áður en eg fluttist í þetta skakka hús, því seðillinn er orðinn svo lú- inn og máður fyrir elli sakir, að varla er mögulegt að greina suma stafina.” “Lofaðu okkur að líta á miðann,” sagði eg;” hver veit nema það sé ísicnzka, sem á honum er.” “Með stórri ánægju,” sagði O’Bri- an. Hann tók saman-brotið papp- írsblað úr vestis-vasa sínum og rétti mér. “Lestu nú letrið á veggnum, eins og Daniel forðum.” Eg tók nú við miðanum og skoð- aði hann í krók og kring. Hann var um fimm þumlungar á lengd og fjórir og hálfur þumlungur á breidd hafði í fyrstu verið hvítur á lit, en var nú orðinn gulur og lúinn. Á lionum voru sjö línur, skrifaðar með blýant, en skriftin var svo máð orð- in, að ekki var hægt að greina suma stafina, einkum miðbikið af efstu línunum. Samt mátti að nokkru leyti ráða í innihaldið, því það, sem liægt var að lesa, var á þessa leið: “IlingaÖ uar.............öa en lifi nótlina mil..........ber-mánaöar nær þaö góða.........hestnr brann. Er eg þcim gó........látnr, sem mér rétt hafa hjál.......þó sérstaklega þcirri frómu kv... .u Madeleine. . .. .dan Arnórsson Berg.” Þetta er alt, sem mögulegt var að lesa, og er hér orðrétt og stafrétt cins og það stóð á miðanum. Eg rétti nú Arnóri blaðið. Hann las upp hátt það, sem hægt var að lesa, og liann las það aftur og aftur. Eg las það líka oft og mörgum sinn- um. Við veltum miðanum fyrir okkur á ýmsa vegu, stöfuðum orðin, lásum línurnar aftur á bak, og reyndum með öllu móti að fylla í cyðurnar. Og alt af á meðan sat gamli O’Brian rólegur og hljóður og liorfði á okkur með mesta spekings- svip, en gretti sig ofurlítið rrieð köfl- um og klóraði sér undir hökunni. Það var enginn vafi á því, að Hálf- dan, móðurbróðir Arnórs, hafði skrifaö þessar línur, þvf stafagjörð- in var hin sama og á bréfinu, sem Hálfdan hafði skrifað systur sinni. —En hvergi sást á miðanum, hve- nær þetta hafði verið skrifað. Að lfkindum hefir það þó verið skömmu eftir áramótin 1869-70. Og hefir Hálfdan verið fluttur í skakka liúsið, annaðhvort seint í Nóvemb- er-mánuði, eða þá einhverntíma í desember-mánuði, árið 1869, nóttina, sem gistihús það, er hann varáðurf liefur brunnið; og hefir gistiliús það, án efa, verið kent við “hest”—
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.