Syrpa - 01.10.1915, Síða 13
SYRPA II. HEFTI 1915
75
nokkium orðum, sem ekki verða hér
sögð. En Magnhildur varð sótrauð
í framan og gaf henni löðrung.
Skýluklúturinn hlífði við högginu.
Magnhildur kom inn aftur og sett-
ist. Ekki hó lijá brúðgumanum,
heldur á stól út við gluggann; hún
sagðist ekki vilja borða meira.
Að loknu kaffinu, var borðum
hrundið. En þá kom dálítið fyrir,
sem gcrbreytti svip fólksins og leysti
úr mestu vandræðunum. Og það
var hvorki meira né minna en það,
að sjálfur brúðguminn var allt í
einu orðinn útlits eins og kafloðið
dýr. Hann kom inn með loðkápu,
stígvél, vetlinga og hettu, og varpaði
öllu fyrir fætur Magnhildar og sagði
í köldum alvöruróm: “öllu þessu
fleygi eg að fótum þér.” Eólkið rak
upp skellihlátur og Magnhildur
dróst ósjálfrátt inn í hviðuna líka.
Allir söfnuðust saman utan um
gjafirnar, þar sem þær lágu hingað
og þangað um alla gólfábreiðuna.
Og allir luku á þær lofsorði.
Og á annan bóginn voru henni
sjálfri, gjafirnar ekki neitt sérlega ó-
velkomnar, svona rétt undir vetrar.
ferðalag.
Hingað til hafði hún orðið að fá
þessliáttar latnað að láni, en nú var
þetta hennar eigin eign.
Nokkru seinna var hún kominn í
fallega, bláa kjólinn og svo varhún
mikið barn, eða kona, að hún var
töluvert lireykin af sjálfri sér.
Smátt og smátt voru ferðafötin
skoðuð öll í einu lagi, og livert út
af fyrir sig. En þá fyrst náði aðdá-
unin liámarki sínu, er Magnhildur
birtist fyrir framan spogilinn í
þessum nýja skrúða.
Hesturinn hafði verið settur fyrir
sleðann, og í því kom Skarlie inn
ferðaklæddur, í hundskinnskápú,
og á hreindýrsskóm, með koll-lága
loðkæpu á höfðinu. Hann var því
nær eins mikill á þverveginn, og
hann var langur.
Og til þess að koma fólkinu til að
lilægja, haltraði hann þyrkingslega
að spoglinum og sperti sig upp við
hlið Magnhildar. Allir fóru að
skellililægja, og hún líka.—En það
varaði ekki lengi.—
Kveðjunni fylgdi dauðaþögn.
Og þegar prestsetrið var horfið,
sctti að henni ákafan grát.
Henni varð litið á snæþakta mal-
arliæðina, fyrir ofan hið liverfanda
heimili; hún var nú einmanaleg,
orpin mjöllu, líkt og hennar eigin
sál.
Veðrið var svalt. Dalurinn varð
stöðugt þrengri; vegurinn lá um
þykkan skóg.
Ein og ein stjarna sást tindra á
himinhvelfingunni.
Skarlie liafði búið til allskonar
kynjamyndir á snjóinn með svip-
unni, og nú benti hann með henni
upp til stjarnanna, og tók að raula
þjóðlag fyrir munni sér; vísan og
lagið var livoi'tveggja skotskt.
Vísuómurinn barst á huldu eins
og djúpsyndur fugl, frá einu greni-
trénu til annars, sem stóðu einangr-
uð og hlustandi undir snjóbreið-
unni.
Magnhildur spurði um efni vís-
unnar, og þannig liéldu þau áfram
all-langa liríð um skóginn.
Hann sagði henni margt um Skot-
land og veru sína þar.
Iiann þagnaði öðru hvoru, en
jafnharðan tók liann aftur að segja
kýmisögur, svo að Magnhildur gat
ekki annað en hlegið, og undrast
með sjálfri sér yfir því,’hve ótrúlega