Syrpa - 01.10.1915, Page 35
SYRPA II. HEFTI 1915
97
hughreystlngar-orðum frúarinnar
og öllu hennar atlæti, að hún hálf-
gleymdi sér. Frúin faðmaði hana
að sér og hvíslaði: “Já, barnið mitt,
þú veizt að eg vil þér vol!” Magn-
hildur þaut á fætur; hún óskaði
engrar skýringar;—En þau augu,
og það látbragð I—dyrnar opnuðust;
hún vissi ekki hvað hún átti af sér
að gera. Tande gekk raulandi
þangað sem Magda litla stóð, og
fór að leika við hana, eins og hann
hefði ekki tekið eftir neinu.
Seinna talaði hann við Magn-
liildi um söng hennar, og að hún
mætti ekki vanrækja æfingarnar.
Ef að hægt yrði að koma því svo
fyrir, að hún gæti sezt að í bænum; •
ætlaði hann að hjálpa henni sjálfur
eins og u'nnt yrði, og fá aðra til þess
líka, sem væru honum fremri.
Frúinn tifaði aftur á bak og á-
fram um húsið og undirbjó kvöld-
verðinn. Stúlkan kom með bakka
með sykri og' rjóma á; og hvernig
svo sem því var varið, þá studdi
frúin bakkann líka til frekari trygg-
ingar. En þær voru ekki sem bezt
samstiga, og afleiðingin varð sú, að
bakkinn með öllu saman féli á gólf-
ið. Kjólar þeirra Magnhildar urðu
gegnvotir; Tande greip vasaklút
sinn og þerraði kjól Magnhildar.
“Þú ert ekki svona hugsunarsamur
um mig” sagði frúin með glettnis-
brosi.” Iiennar kjóll var langt um
ver leikinn. Tande leit um öxl:
“Eg er þér lfka miklu kunnugari,"
svaraði hann þurlega og hélt áfram
verki sínu. Hún varð öskugrá í
framam. “Hans!” æpti hún og grét
mikinn.
Hún þaut inn í næsta herbergi.
Magnhildur var engu nær um þetta,
en svo margt annað, sem á undan
var farið. Mánuðir liðu, þangað til
að Magnhildur dag einn, reikaði um
þjóðveginn, sokkin niður í hugsan-
ir sínar, með hugann margar þús-
undir mílna frá frúnni,—staðnæmd-
ist alt í einu;—þá varð henni ljóst
hvað lá að baki orða frúarinniar!
Tande hafði sprottið á fætur;
því Magnhildur hafði dregið sig í
lilé, til þess að komast hjá því að
nota hjálp hans frekar. Af hverri
ástæðu hún gerði það, og að hann
hét Hans, var hið einasta eina, er
hún gat gert sér grein fyrir.
Tandc gekk um gólf. Magnhildi
sýndist liann fölari, en hann átti
iað sér. Rökkrið var í aðsígi. Átti
hún að fara aftur inn til frúarinnar?
Magda litla var í eldhúsinu,—þang-
að gat hún farið. Og svo hjálpaði
hún barninu til að opna nokkrar
ávaxta dósir, og hella úr þeim á
stóran, djúpan disk. úr lierberg-
inu, sem næst var eldhúsinu, hoyrði
hún talað í liálfum hljóðum, og
siitróttan grátekka. Þegar hún
kom með ávaxta diskinn inn í stof-
una, ásamt Mögdu litlu, var Tande
farinn þaðan. Og árangurslaust
biðu þær með kvöldmatinn, þang-
að til Magda sofnaði, en Magnhildur
gekk út.
Skömmu seinna heyrði hún að
Tande kom.
Daginn eftir var hún á söngæfingu
lijá Tande, eins og liún var vön.
Framkoma lians var óbreytt. Seinni
partinn hitti hún af tilviljun frúna
á götunni. Frúin spurði hana eitt-
hvað um söngæfingarnar; sagðist
hiafa heyrt sönginn í gegnum opinn
gluggann; lagaði dálítið á lienni
liattinn; hún sagði að hann hefði
ekki farið rétt vel!
3