Syrpa - 01.10.1915, Side 37

Syrpa - 01.10.1915, Side 37
SYRPA II. HEFTI 1915 99 aldni ma'ðurinn. Drengurinn gerði það í hálfgildings fáti. Hann hljóp inn í tjaldið aftur. Hundgá rauf þögnina. Snöggleg ókyrð kom á fólkið, sem aftar sat. Kona ein, með þriggja eða fjögra ára gamalt barn á handleggnum, var að reyna að mjaka sér framar í þyrpingunni og ná í sæti. Hún hugði sig ekki verri en hitt fólkið. En livergi var sjáanlegur auður staður, nema á fremsta bekknum. Þangað ruddist hún, hvað sem tautaði; fólkið pískraði og hló. All- ir l>ektu hana.—Það var Maskínu- Marta! Tvö ár voru liðin frá því, er liún settist þarna að, með barnið og tvær saumavélar. Hún hafði haft ofan af fyrir sér, með saumum. Pyrir nokkru hafði hún skilið við manninn, og tekið saman við far- andsala, er meðal annars verzlaði með saumavélar.—En hann liafði svikið hana! Eftir það hafði hún orðið fyrir því óláni, að fá sér stundum helzti mikið í staupinu, og var hún, þá oft stórorð og rudda- leg. f þetta skiftið var hún ekki sem geðslegust, hárið í úfnum hnyklum. En hún virtist jafnvel aldrei hafa verið þróttmeiri, en ein- initt þarna. Hún tók sæti við hlið frúarinnar. Erúin færði sig dálítið til, því megnan bjórþef lagði af Mörtu. Aldni “snillingurinn” hafði veitt frúnni athygli. Hann gekk rakleitt til Mörtu og skipaði henni harð- lega að hypja sig á brott. Hún varð hálfhrædd—ef til vill við alla silkikjólana, er umhverfis hana voru;—reis á fætur og fór. Magnhildur horfði á eftir henni, og kom um leið auga á Skarlie. Konan nam staðar andspænis hon- um. Aftur færði hún sig innar eftir: “Hérna ætla eg nú að sitja,” sagði hún, og lét barnið setjast við hlið sér: Gamli maðurinn vissi hvað til síns friðar heyrði. Hann varð öskureiður: “Rækallans ófetið”— hann gleymdi ekki hverjir sátu á fremstu bekkjunum—og bætti við: “Það kostar skildinga að sitja hérna!” “Hérna er króna!” sagði konan, og rétti peninginn. “Það var ágætt!” svaraði hann f hásum róm; cn settu þig einhvers- staðar utar! — — Mundi hefð- arfólkið vilja gera svo vel og færa sig betur saman! kallaði hann til þeirra, er á fremstu bekkjunum sátu. Hvort sem því var hlýtt eða ekki, þá hreyfði Marta sig hvergi. “Nei, sjálfur fjandinn hafi það,” sagði liún. “í öllum hamingjubæn- um láttu ekki svona,” sagði gamli maðurinn; hérna situr aðeins lieldra fólkið!” og hann þreif í barnið. En þá stökk Marta á fætur: “Sænski þorpari! Yiltu láta barnið mitt í friði!” Nú skellihló mannsöfnuð- urinn. Hún lét dæluna ganga: “Herrar og frúr! Fari það í syng- jandi! Hún er — ekkert betri en eg!” Nafnið getur verið óskrifað; en hún leit til frúarinnar. Aftur heyrðist skellihlátur,—-og svo datt allt í dúnalogn. Erúin hafði risið á fætur og litað- ist um eftir förumaut sínum. Hún var jafnvel enn tígulegri, en hún átti aö sér. Tande stóð á meðal nolckurra ferðamanna, sem höfðu óskað að verða kyntir, hinum fræga
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.