Syrpa - 01.10.1915, Blaðsíða 38
100
SYRPA II. HEFTI 1915
tónsnillingi. Hann mætti leiftrandi
augum frúarinnar og horfði í þau
alvarlega. Allra augu hvíldu á hon-
um; en djúpt inn í augnaráð hans
komst enginn, fremur en í slfpaða
stálkúlu. En hversu óskiljanlegt
sem augnaráðið var, stóð þar þó
greinilega málað: “Eg þekki þig
ekki frú!” Og fagurmyndað ennið,
nefið og þéttlokaður munnurinn,
kinnarnar og jafnvel gimsteina
hnapparnir í brjóstinu sögðu;
“Hreyfðu ekki við mér!”—3>að var
líkast því sem hvert tjaldið á fætur
öðru félli fyrir augun!
Á einu augnabliki var allt úti.
Frúin sneri sér lað Magnhildi, eins
og til þess að taka hana sem vitni.
Og þó ekki! Því enginn sála í heim-
inurn, nema hann einn, vissi hve
miklu hann fórnaði, og hve fang-
breiðum kærleika hann þeytti út í
bláinn!
Aftur leit hún á hann, svo snögg
lega, að það líktist leiftri. Hvflík
sorg, hvílík sæla, hvílík fyrirlitning,
skiftist á í orðuin og athöfum frú-
arinnar! Jafnvel Magnhildur, sem
naumast vissi hvað hún átti af sér
að gera, fékk sinn skerf. Andlitið
breyttist skjótlega; nú bar það vott
um hin sárasta einstæðingsskap;
svo féll lrún á bæn eins og barn!
Tárin streymdu af augunum. Magn-
hildur rétti viknandi fram hendina.
Frúin greip í hana og þrýsti henni
svo fast, að Magnhildi iá við
hljóðum.
Hin harmþrungna kona, hét
á líkamskrafta sína—við það náði
hún sér. Nú brosti hún aftur.
Líttu á! Þarna meðfram grind-
unum komu allt í einu gangandi,
tveir herforingjar; það sáu allir.
Hver mundi geta neitað yfirhers-
höfðingja húfu um aðgang? Hann
gekk löngum skrefum, veifaði hand-
leggjunum mikillega; eins og hann
væri sjálfur hvorttveggja í senn,
bæði yfirhershöfðingi og herinn;
undirforingin gekk við vinstri hlið.
Löngu áður en hann var kominn,
sendi hann virðulegt kveðjutákn
hinni fögru konu hervirkjafræðing-
sins. Hún þaut af stað, hálf hlaup-
andi, á móti þessum blessuðum
verndai'englum. Yfirhershöfðinginn
leiddi hana við hönd sér þangað, er
hún hafði áður verið og tók sæti
við hlið hennar. Það varð hlut-
skifti Magnhildar að sitja hjá undir-
foringjanum, eftir að frúin hafði
gert þau kunnug. Yfirhershöfð-
inginn leit til Magnhildar, og undir-
foringinn var kurtcysin einber!
Meira var það ekki, sem hún gat
gert sér grein fyrir.
Hún skalf eins og hrísla.
Frúin var uppljómuð af andagift,
fegurð og kæti. Einstaka sinnum
varð henni gripið um hönd Magn-
hildar, og þrýsti hún henni þá með
sama kyngikraftinum og áður.
Hún svalaði sér í augnabliks-sæl-
unni. Magnhildur kvaldist á hinn
bóginn álíka á sál og líkama. Hún
heyrði í leiðslu fagnaðaróp undir-
foringjians, er við lilið hennar sat,
og Mögdu. Hún sá nokkrar kúlur
á hendingskasti, og að einn áhorf-
cndanna þreif stærri kúlu og henti
henni afiafli miklu til trúðleikarans,
skall hún á brjóstinu—hún heyrði
líka í sömu andránni, að frúin sagði
við yfirhershöfðingjann, að hún
ætlaði að verða með honum daginn
eftir, hún liefði blátt áfram þráð
komu lians, einkanlega þó eftir að