Syrpa - 01.10.1915, Side 39
SYRPA II. HEF'I I 1915
101
Irán vissi að maður hennar gat ekki
komið.
Magnhildur var nú í engum vafa
um hvernig málunum var komið;—
en næsta morgun! Hróp og sköll,
allra helzt þó frá strákunum, berg-
máluðu í liuga hennar og vöktu
sársauka.
Gamli maðurinn hafði kastað
stórri kúlu með báðum höndum,
svo kastaði liann annari minni,
þannig hélt hann áfram. Magnhildi
fanst hún sjálf vera minni kúlan;—
hver skyldi vera sú stærri? Á því
gat hún ekki áttað sig; henni fanst
kúlurnar allar verða að lifandi ver-
um.
Alltaf blikuðu kúlurnar í loftinu.
“Gamli maðurinn er feykilega
knár” sagði undirforinginn. “Eg
hitti einu sinni mann í Eeneyjum;
á öxlum hans stóð annar maður,
l>ar upp af stóð sá þriðji, og fjórði
maöurinn stóð teinréttur á öxlum
hans og lék að kúlum.
Neðsti maðurinn bar hina alla,
eins og ekkert væri um að vera.”
“Uétt eg dæi núna á augnablik-
inu,” sagði frúin, og sálin gleymdi
öllu jarðnesku, og fengi ógrynni af
nýjum og veglegum hlutverkum til
þess að inna af hendi,—mundi samt
nokkuð taka þessu fram?”----“Um
það hefi eg ekki hugsað” svaraði
yfirhershöfðinginn í alvöruróm; “eg
þyrði að veðja höfðinu um það, að
engin hamingja getur verið meiri en
sú, að vera sér meðvitandi þess, að
hafa gert skyldu sína í lífi og dauða.
Allt anniað mundi mér standa á
saina um!”
Magnhildur lilaut svo þétt liand-
tak, að hana sárkendi til.
“Klappiði nú!” sagði trúðleikar-
inn í hásum róm. Eólkið hló, <?n
bærði ekki á sér að öðru leyti.
“Hversvegna er ekki komið með
hunda?” spurði Magda litla; liún
heyrði að þeir geltu í ákafa inni í
tjaldinu.
Skýjabólstrarnir þyrluðust um
hnjúkana; súgurinn í loftinu gaf
til kynna veðurbrigði; fjörðurinn
döknaði og hvítnaði til skiftis, við
storm-rokurnar. —Alvarleg, ótta-
blandinn hátign, speglaðist hver-
vetna í útsýninu.
Veðrið tók að kólna. Áhorfend-
unum var farið að þykja nóg um.
Nú átti kona trúðleikarans að koma
fram á sjónarsviðið, hún var línu-
dansari. Kon'an haföi augsýnilega
verið falleg á yngri árum; nú var
hún mögur, 1 slitnum ermastuttum
kjól. Hálfgert fát kom á frúna, er
hún sá hana, hún sagði að sér væri
orðið kalt á fótunum, og reis úr
sæti sínu. Að sjálfsögðu stóð yfir-
hershöfðinginn upp líka, þvínæst
undirforinginn og Magnhildur; en
Magda litla sat kyr, hún ætlaði að
sjá liundana líka. Frúin leit á hana
snögglega, meira þurfti hún ekki,
og spratt á fætur steinþogjandi.
Þau gengu út hina sömu leið, er
herforingjarnir höfðu komið; eng-
inn leit um liæl. Frúin hló,—
hlátursöldurnar þrýstust gegnum
mannþyrpinguna. Nú mændu allra
augu til frúarinnar.
Yfirhershöfðinginn gekk hratt;
hiö mjúklega göngulag frúarinmar
við hlið hans, naut sín þessvegna
ennþá betur. Hershöfðinginn var
hár vexti; það féll frúnni einkar vel.
Hin alvarlega og ákveðna framkoma
hans, leiddi enn betur 1 ljós mýkt
henmar og kvenlcgan yndisleik.