Syrpa - 01.10.1915, Síða 43
SYRPA, II. HEFTI 1915
105
Herra H. Tande,—
“Eg- þakka yður mikillega góðvild
yðar gagnvart mér, og tilsögnina,
sem þér, með svo stakri þolinmæði,
hafið veitt mér. Maðurinn minn
hefir mælt svo um, að hér skylduð
enga húsaleigu borga.
“Eg verð að fara burt án þess að
geta sagt yður þetta munnlega.
Mína kærustu þökk á ný.
Magnhildur.
Hann las bréfið að minsta kosti
fimm sinnum. Svo athugaði hann
vandiega hvern staf—hvert orð.
Hann var sannfærður um að ekki
færri en tfu frumrit hefðu verið
gerð að bréfin. “Magnhildur” var
skrifað með æfðari hendi en hin
orðin, það hafði sýnilega verið skrif-
að oft áður.
Honum duldist okki að í raun og
veru var bréfið ekkert annað cn
þung ákæra á hendur honum.
Hann lá lengi hreyfingariaus, eftir
að hann hafði lokið lestrinum.
Hann tók að fitla við rekkjuvoðina
með hægri hendinni, honum fanst
hann hafa fundið efstu röddina í
nýju söngverki; hefði liann getað
náð í slaghörpuna og reynt nokkra
hljóma; mundi Magnhildur ef til
vill hafa kannast við blæinn, ef
hún hefði verið nærstödd.
Hann rauk í fáti upp úr rúminu
og inn í næsta lierbergi. Bann fal
sig að baki gluggatjaldanna; og
litaðist um. Auðvitað allir glugg-
ar voru opnir, tvær konur þvoðu
húsið, sem var autt. Hann gekk í
ákafa um gólf og blístraði. Hann
gekk um á nærklæðunum, þangað
til að honum fór að verða kalt. Svo
fór hann að hypja sig í fötin; að
því var hiann góða klukkustund,
eins og vant var; í þetta skifti snerti
hann þó ekki liljóðfærið á meðan.
Hann gekk langa göngu á undan
miðdegisverðinum, í allt aðra staði
en hann hafði áður farið. Smátt og
srriátt fór hann dálítið að jafna sig,
og honum fanst lrann verða minna
sekur, þvf lengra sem hann gekk.
Daginn eftir fanst honum hérumbil
allt eins og það ætti að vera. Og
þriðja daginn skellihló liann að
öllu æfintýrinu.
Fyrsta daginn hafði hann tvisvar
byrjað á bréfi til Magnhildar, og
rifið það í bæði skiftin. En á
fjórða deginum fann hann frumtón-
ana að nýju lagi. Það átti að
verða fyrir liijóðfæri, þrungið af
margvíslegum hljómbrigðum.-------
Nokkrir samhljómar voru úr laginu,
sem vakið hafði, bernskuminning-
arnar í sálu Magnhildar. 3>á lrljóma
gat hann auðvitað strykað út.
Honuin lanst þó á liina hliðina, að
hann gæti engu breytt, eins og á-
stóð. Þiarna bjó hann eina vikuna
enn; svo tíndi liann saman pjönk-
ur sínar. Lykilinn lét hann standa
í hljóðfærinu.
Hann strauk til Þýzkalands.
IX.
Sunnudagskvöld nokkurt, á
fimta ári frá því er síðast gerðist,
gengu nokkrar stúlkur eftir aðal-
götu þorpsins, og bættust stöðugt
fleiri 1 hópinn; þær leiddust, og
sungu þríraddia söngva.
Þær hægðu ganginn andspænis
söðlasmiðshúsinu (þar var nú eng-
in búð, og ekkert atvinnu-nafn-
spjald), eins og þaðan ætti söngur-
inn að hljóma bezt. Ef til vill
gerðu þær þetta, til þess að komast
iað, hvort ekkert andlit í hinum
lágu gluggum veitti þeim eftirtekt.